Everton-menn sóttu nánast án afláts í dag en tókst ekki að skora löglegt mark. Þeir komu boltanum í netið í fyrri hálfleik en aukaspyrna var dæmd þar sem einn sóknarmanna Everton var eitthvað að þvælast fyrir Leno þegar hann freistaði þess að grípa boltanum í teignum.
Everton átti alls 19 marktilraunir í dag en það dugði ekki til. Leno átti einfaldlega svör við öllu sem á markið kom.
Nýliðar Luton sóttu Brighton heim en riðu ekki feitum hesti frá þeirri heimsókn, lokatölur í Brighton 4-1 heimamönnum í vil.
Úrslit dagsins
Arsenal 2 - Fulham 1
Bournemouth 1 - West Ham 1
Brighton 4 - Luton 1
Everton 0 - Fulham 1
Sheffield Utd 0 - Crystal Palace 1
Leikur Newcaste og Aston Villa hefst svo núna kl. 16:30