Leikurinn í dag var leikur í fyrstu umferð þýska bikarsins þar sem Holstein sóttu Gütersloh heim. Fyrirfram þóttu gestirnir væntanlega töluvert sigurstranglegri en Gütersloh leika í 4. deildinni í Þýskalandi eftir að hafa komist upp úr þeirri 5. í fyrra.
En það er sjaldnast á vísan að róa í bikarleikjum og leikmenn Gütersloh gerðu sig líklega til að slá 2. deildarlið Holstein út. Þeir fengu víti á 42. mínútu en það fór forgörðum. Á 61. mínútu kom Hólmbert inn á og það tók hann aðeins um tíu mínútur að setja mark sitt á leikinn.
Hólmbert bætti svo við öðru marki í uppbótartíma og Holstein því komið áfram í næstu umferð þýska bikarsins.