Russo skaut Englandi í undanúrslit Siggeir Ævarsson skrifar 12. ágúst 2023 12:32 Alessia Russo fagnar marki á EM í fyrra Vísir/Getty England er komið í undanúrslit heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í dag. Alessia Russo var hetja Englendinga en hún skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. Kólumbía varð fyrir áfalli strax á upphafsmínútunum þegar Carolina Arias, eins reynslumesti leikmaður liðsins, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kólumbía næði forystu í leiknum með ótrúlegu marki frá Leicy Santos. Skotið gjörsamlega óverjandi. Englendingar lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna fyrir hálfleik. Sex mínútum var bætt við og á lokasekúndum 6. mínútunnar skoraði Lauren Hemp eftir mikið klafs í teignum þar sem Catalina Perez, markvörður Kólumbíu, missti boltann klaufalega frá sér. Englendingar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og uppskáru annað mark á 63. mínútu þegar Russo kom þeim yfir með góðu slútti í teignum. Perez þurfti svo að yfirgefa völlinn í kjölfarið en rétt fyrir markið hafði leikurinn verið stöðvaður til að huga að henni en hún virtist hafa fengið eitthvað í augað. Inn á kom hin tvítuga Natalia Giraldo í aðeins sínum fjórða landsleik og Kólumbía búið með tvær skiptingar, báðar vegna meiðsla. Þær kólumbísku sóttu töluvert síðustu tíu mínútur venjulegs leiktíma sem og þær átta mínútur sem bætt var við en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi. England varðist vel og lönduðu sigri nokkuð sanngjarnt. Evrópumeistara Englands eru því komnar í undanúrslit heimsmeistaramótsins þar sem þær mæta gestgjöfum Ástralíu. Þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem England kemst í undanúrslit en spútniklið Kólumbíu hefur lokið leik. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Kólumbía varð fyrir áfalli strax á upphafsmínútunum þegar Carolina Arias, eins reynslumesti leikmaður liðsins, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kólumbía næði forystu í leiknum með ótrúlegu marki frá Leicy Santos. Skotið gjörsamlega óverjandi. Englendingar lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna fyrir hálfleik. Sex mínútum var bætt við og á lokasekúndum 6. mínútunnar skoraði Lauren Hemp eftir mikið klafs í teignum þar sem Catalina Perez, markvörður Kólumbíu, missti boltann klaufalega frá sér. Englendingar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og uppskáru annað mark á 63. mínútu þegar Russo kom þeim yfir með góðu slútti í teignum. Perez þurfti svo að yfirgefa völlinn í kjölfarið en rétt fyrir markið hafði leikurinn verið stöðvaður til að huga að henni en hún virtist hafa fengið eitthvað í augað. Inn á kom hin tvítuga Natalia Giraldo í aðeins sínum fjórða landsleik og Kólumbía búið með tvær skiptingar, báðar vegna meiðsla. Þær kólumbísku sóttu töluvert síðustu tíu mínútur venjulegs leiktíma sem og þær átta mínútur sem bætt var við en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi. England varðist vel og lönduðu sigri nokkuð sanngjarnt. Evrópumeistara Englands eru því komnar í undanúrslit heimsmeistaramótsins þar sem þær mæta gestgjöfum Ástralíu. Þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem England kemst í undanúrslit en spútniklið Kólumbíu hefur lokið leik.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira