Leikskólaklúður Kópavogsbæjar Dagný Aradóttir Pind skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Kópavogsbær hefur nú samþykkt afar umdeildar breytingar á umgjörð leikskólamála. Breytingarnar snúast í stuttu máli um að leikskólavist barna upp að 6 tímum á dag verður gjaldfrjáls en öll vistun umfram þann tíma mun hækka í verði og getur munað tugum þúsunda á mánuði fyrir foreldra. Einnig verður flestum leikskólum lokað í kringum páska, jól og vetrarfrí grunnskóla. Þetta á að skapa hvata fyrir foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Kópavogsbær telur þetta geta leyst mönnunarvanda, minnkað álag á starfsfólk og lækkað veikindatíðni. Þá segja fulltrúar bæjarins dvalartíma barna of langan, sem sé ekki gott fyrir börnin. Vinnumarkaðurinn sé breyttur og mikið af fólki hafi styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og geti því sótt börnin fyrr. En halda þessi rök vatni og er líklegt að Kópavogsbær nái markmiðum sínum með þessum leiðum? Röng forgangsröðun Mönnunarvandi, álag og veikindatíðni starfsfólks á leikskólum er ekki einsdæmi í Kópavogi. Þessi vandamál eru landlæg í leikskólum og í annarri almannaþjónustu, sérstaklega hjá hefðbundnum kvennastéttum. Það er löngu tímabært að bæta starfsaðstæður og kjör leikskólastarfsfólks. Störfin eru líkamlega og andlega krefjandi og vinnuaðstæður erfiðar og launin í engu samræmi við það. Kvennastörf hafa verið og eru enn vanmetin og ljóst er að leiðrétta þarf það sögulega óréttlæti. Það er spurning um forgangsröðun hjá sveitarfélögum að leggja leikskólunum til nægilegt fjármagn til þess að greiða almennileg laun, tryggja að vinnuálag sé hæfilegt og vinnuaðstæður góðar. Leikskólar eru gríðarlega mikilvæg grunnþjónusta sem flest okkar nýta sér á einhverjum tíma. Leikskólar efla þroska og velferð barna og án leikskóla myndu hjól atvinnulífsins staðna. Einstæðir foreldrar og lágtekjufólk fyrir mesta högginu BSRB hefur árum saman barist fyrir styttingu vinnuvikunnar, og ein helsta ástæða þess er að auka möguleika fjölskyldufólks til að eyða meiri tíma saman. Stór skref voru tekin í kjarasamningum árið 2020 eftir þrotlausa baráttu og það er hluti af framtíðarsýn bandalagsins að stytta vinnutíma enn frekar. Það mun líklega leiða af sér styttri dvalartíma leikskólabarna sömuleiðis, en það er ekki hægt að byrja á öfugum enda. Á meðan stærstur hluti vinnandi fólks vinnur í kringum 8 tíma vinnudag (40 stunda vinnuvika) er ekki sanngjarnt að sveitarfélög geri þá kröfu að börn verði styttra á leikskóla. Foreldrar í Kópavogi hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir breytingunum en veruleiki foreldra er afar misjafn og ljóst að einstæðir foreldrar með lítið bakland og lágtekjufólk með fasta 8 tíma viðveru neyðist til að greiða tugþúsundum hærri leikskólagjöld með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu í mikilli dýrtíð. Sumir foreldrar hafa vissulega sveigjanleika til að vinna heima og treysta sér til þess að gera það með leikskólabarn eða -börn á heimilinu. Það á þó aðallega við störf þar sem hærri laun eru greidd, til dæmis ýmis sérfræðistörf. Fólk með fasta viðveru á lægri launum hefur ekki sama sveigjanleika – nema það minnki við sig vinnu til að mæta aukinni umönnunarþörf heima fyrir. Þetta er raunveruleiki allt of margra kvenna nú þegar sem leiðir af sér lægri laun og lægri ævitekjur – og er stór ástæða kynbundins launamunar í íslensku samfélagi. Það er því alvarlegt að Kópavogsbær skapi frekari pressu á konur til að vera í hlutastörfum og velti þannig mönnunarvanda bæjarins yfir á þær. Kópavogsbær er ekki einungis að refsa fólki fjárhagslega heldur ýtir bærinn undir foreldrasamviskubit með því að vísa til þess að börn hafi ekki gott af því að vera 8 tíma eða meira á dag á leikskóla. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa gagnrýnt breytingarnar. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa hafa einnig bent á möguleg neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og sérstaklega erlendra mæðra í viðkvæmri félagslegri og fjárhagslegri stöðu. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur og það er ekkert sem bendir til þess að bærinn hafi litið sérstaklega til áhrifa breytinganna á jafnrétti í víðum skilningi. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að bæjarráð hafi rætt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar á sama fundi og þessar breytingar á leikskólagjöldum voru samþykktar. Ef meirihluta bæjarfulltrúa væri raunverulega umhugað um jafnrétti hefðu þeir aldrei samþykkt þessar breytingar. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Dagný Aradóttir Pind Vinnumarkaður Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur nú samþykkt afar umdeildar breytingar á umgjörð leikskólamála. Breytingarnar snúast í stuttu máli um að leikskólavist barna upp að 6 tímum á dag verður gjaldfrjáls en öll vistun umfram þann tíma mun hækka í verði og getur munað tugum þúsunda á mánuði fyrir foreldra. Einnig verður flestum leikskólum lokað í kringum páska, jól og vetrarfrí grunnskóla. Þetta á að skapa hvata fyrir foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Kópavogsbær telur þetta geta leyst mönnunarvanda, minnkað álag á starfsfólk og lækkað veikindatíðni. Þá segja fulltrúar bæjarins dvalartíma barna of langan, sem sé ekki gott fyrir börnin. Vinnumarkaðurinn sé breyttur og mikið af fólki hafi styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og geti því sótt börnin fyrr. En halda þessi rök vatni og er líklegt að Kópavogsbær nái markmiðum sínum með þessum leiðum? Röng forgangsröðun Mönnunarvandi, álag og veikindatíðni starfsfólks á leikskólum er ekki einsdæmi í Kópavogi. Þessi vandamál eru landlæg í leikskólum og í annarri almannaþjónustu, sérstaklega hjá hefðbundnum kvennastéttum. Það er löngu tímabært að bæta starfsaðstæður og kjör leikskólastarfsfólks. Störfin eru líkamlega og andlega krefjandi og vinnuaðstæður erfiðar og launin í engu samræmi við það. Kvennastörf hafa verið og eru enn vanmetin og ljóst er að leiðrétta þarf það sögulega óréttlæti. Það er spurning um forgangsröðun hjá sveitarfélögum að leggja leikskólunum til nægilegt fjármagn til þess að greiða almennileg laun, tryggja að vinnuálag sé hæfilegt og vinnuaðstæður góðar. Leikskólar eru gríðarlega mikilvæg grunnþjónusta sem flest okkar nýta sér á einhverjum tíma. Leikskólar efla þroska og velferð barna og án leikskóla myndu hjól atvinnulífsins staðna. Einstæðir foreldrar og lágtekjufólk fyrir mesta högginu BSRB hefur árum saman barist fyrir styttingu vinnuvikunnar, og ein helsta ástæða þess er að auka möguleika fjölskyldufólks til að eyða meiri tíma saman. Stór skref voru tekin í kjarasamningum árið 2020 eftir þrotlausa baráttu og það er hluti af framtíðarsýn bandalagsins að stytta vinnutíma enn frekar. Það mun líklega leiða af sér styttri dvalartíma leikskólabarna sömuleiðis, en það er ekki hægt að byrja á öfugum enda. Á meðan stærstur hluti vinnandi fólks vinnur í kringum 8 tíma vinnudag (40 stunda vinnuvika) er ekki sanngjarnt að sveitarfélög geri þá kröfu að börn verði styttra á leikskóla. Foreldrar í Kópavogi hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir breytingunum en veruleiki foreldra er afar misjafn og ljóst að einstæðir foreldrar með lítið bakland og lágtekjufólk með fasta 8 tíma viðveru neyðist til að greiða tugþúsundum hærri leikskólagjöld með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu í mikilli dýrtíð. Sumir foreldrar hafa vissulega sveigjanleika til að vinna heima og treysta sér til þess að gera það með leikskólabarn eða -börn á heimilinu. Það á þó aðallega við störf þar sem hærri laun eru greidd, til dæmis ýmis sérfræðistörf. Fólk með fasta viðveru á lægri launum hefur ekki sama sveigjanleika – nema það minnki við sig vinnu til að mæta aukinni umönnunarþörf heima fyrir. Þetta er raunveruleiki allt of margra kvenna nú þegar sem leiðir af sér lægri laun og lægri ævitekjur – og er stór ástæða kynbundins launamunar í íslensku samfélagi. Það er því alvarlegt að Kópavogsbær skapi frekari pressu á konur til að vera í hlutastörfum og velti þannig mönnunarvanda bæjarins yfir á þær. Kópavogsbær er ekki einungis að refsa fólki fjárhagslega heldur ýtir bærinn undir foreldrasamviskubit með því að vísa til þess að börn hafi ekki gott af því að vera 8 tíma eða meira á dag á leikskóla. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa gagnrýnt breytingarnar. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa hafa einnig bent á möguleg neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og sérstaklega erlendra mæðra í viðkvæmri félagslegri og fjárhagslegri stöðu. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur og það er ekkert sem bendir til þess að bærinn hafi litið sérstaklega til áhrifa breytinganna á jafnrétti í víðum skilningi. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að bæjarráð hafi rætt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar á sama fundi og þessar breytingar á leikskólagjöldum voru samþykktar. Ef meirihluta bæjarfulltrúa væri raunverulega umhugað um jafnrétti hefðu þeir aldrei samþykkt þessar breytingar. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar