Ítölsk stjórnvöld hafa nefnilega bannað niðurrif San Siro leikvangsins en völlurinn verður friðaður frá og með árinu 2025.
OFFICIAL: San Siro will NOT be destroyed!
— Football Tweet (@Football__Tweet) August 9, 2023
The cultural heritage commission of Lombardy has FORBIDDEN the demolition of the stadium because of its historical value for the city of Milan.
Best news of the week. pic.twitter.com/fNNywhS6dg
Önnur hæð San Siro vallarins og hinir heimsfrægu hringstigar á hornum leikvangsins verða bráðum sjötíu ára og eru því komnar á skrá yfir friðaðar byggingar.
AC Milan hóf að spila á vellinum árið 1926 en Internazionale hefur spilað þar síðan 1946.
Félögin vilja byggja nýja leikvanga og munu nú væntanlega gera það í sitthvoru lagi. AC Milan mun væntanlega byggja leikvang í San Donato í suðausturhluta Mílano en Internazionale mun líklegast byggja sinn leikvang í Rozzano hverfinu sem er suður af miðbænum.
San Siro leikvangurinn er í eigu Mílanó borgar en bæði félög eru með leigusamning til ársins 2030.
Leikvangurinn tekur áttatíu þúsund manns í sæti og opnunarhátíð Vetrarólympíuleikana 2026 mun fara fram á San Siro en leikarnir verða þá haldnir í Mílanó og Cortina.
Milan's San Siro cannot be demolished.
— DW Sports (@dw_sports) August 10, 2023
The Lombardy region's heritage office has ruled that the stadium, inaugurated in 1926 and home to both AC Milan and Inter, is an architectural monument and must not be replaced by a modern arena. pic.twitter.com/yjK8MWvWKk