Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 23:03 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ekki bjartsýnn á að ráðherra heimili veiðarnar á ný. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42
Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09