Óttast um heilsu nígerska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 10:39 Mynd af Bazoum forseta sem stuðningsmenn hans festu upp við nígerska sendiráðið í París um síðustu helgi. Herinn steypti honum af stóli 26. júlí og hann hefur verið í stofufangelsi síðan. AP/Sophie Garcia Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. Bazoum er í stofufangelsi í forsetahöllinni en herforingjastjórnin hefur ekki gefið uppi um ástand réttkjörins forseta landsins. Stjórnmálaflokkur forsetans fullyrðir að honum sé haldið við „grimmilegar“ og „ómannúðlegar“ aðstæður ásamt eiginkonu hans og syni. Þau hafi hvorki aðgang að rennandi vatni, rafmagni, ferskum matvælum eða heilbrigðisþjónustu. Antonio Guterres, framvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa áhyggjur af Bazoum sem búi við „hörmulegar“ aðstæður. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti einnig áhyggjum af heilsu og öryggi Bazoum og fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Eftir því sem tíminn líður og honum er haldið í einagrun fara áhyggjur okkar af stöðunni vaxandi,“ sagði Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem hefur gefið valdaræningjunum frest til sunnudags til þess að skila völdunum aftur í hendur Bazoum, ætlar að funda um málefni Nígers í dag. Það hefur hótað hernaðaríhlutun verði stjórnarskrárbundnu stjórnarfari ekki komið á aftur í landinu. Malí og Búrkína Fasó hafa þó lýst yfir stuðningi við valdaræningjana en þeim er báðum stjórnað af herforingjastjórnum. Níger hefur verið síðasta áreiðanlega bandalagsríki vestrænna ríkja í baráttu við íslamska öfgamenn á Sahel-svæðinu sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Rúmlega 1.100 bandarískir hermenn eru í landinu en framtíð þeirra þar er óljós. Níger Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Bazoum er í stofufangelsi í forsetahöllinni en herforingjastjórnin hefur ekki gefið uppi um ástand réttkjörins forseta landsins. Stjórnmálaflokkur forsetans fullyrðir að honum sé haldið við „grimmilegar“ og „ómannúðlegar“ aðstæður ásamt eiginkonu hans og syni. Þau hafi hvorki aðgang að rennandi vatni, rafmagni, ferskum matvælum eða heilbrigðisþjónustu. Antonio Guterres, framvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa áhyggjur af Bazoum sem búi við „hörmulegar“ aðstæður. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti einnig áhyggjum af heilsu og öryggi Bazoum og fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Eftir því sem tíminn líður og honum er haldið í einagrun fara áhyggjur okkar af stöðunni vaxandi,“ sagði Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem hefur gefið valdaræningjunum frest til sunnudags til þess að skila völdunum aftur í hendur Bazoum, ætlar að funda um málefni Nígers í dag. Það hefur hótað hernaðaríhlutun verði stjórnarskrárbundnu stjórnarfari ekki komið á aftur í landinu. Malí og Búrkína Fasó hafa þó lýst yfir stuðningi við valdaræningjana en þeim er báðum stjórnað af herforingjastjórnum. Níger hefur verið síðasta áreiðanlega bandalagsríki vestrænna ríkja í baráttu við íslamska öfgamenn á Sahel-svæðinu sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Rúmlega 1.100 bandarískir hermenn eru í landinu en framtíð þeirra þar er óljós.
Níger Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45