Opnum á umræðuna - Opið bréf til Kára Stefánssonar Einar Scheving skrifar 10. ágúst 2023 07:00 Ég er nokkuð óbilandi bjartsýnismaður og ætla því að líta á það sem hrós að þú - mestur vísindamanna á Íslandi - skulir svara óbreyttum trommara um málefni sem hann á helst ekki að skipta sér af. Svarið er reyndar í formi einnar mestu gaslýsingar sem sést hefur, en í huga hinna fjölmörgu aðdáenda þinna, þá er væntanlega um einskonar Ippon að ræða og málið því afgreitt - skák og mát. En þar sem ég leggst sjaldan kylliflatur við tilraunum til lítillækkunar - list sem þú kannt betur en margur - þá hripaði ég niður eftirfarandi hugleiðingar eins listamanns til annars. Það er engu líkara en að þú og þínir fjölmörgu áhangendur telji að leikmenn eins og undirritaður hafi dregið þær upplýsingar sem stangast á við þínar eigin upp úr Cheerios pakka. Fyrir alla sem vilja kynna sér það, þá er aragrúi vísindamanna - margir hverjir með menntun, reynslu og birtingu ritrýndra vísindagreina á pari við þig - sem eru búnir að vara við skaðsemi Covid-19 bóluefnanna nánast frá því að sprautuherferðin hófst. Hins vegar hentaði það auðvitað fólki eins og þér, Anthony Fauci og skoðanabræðrum ykkar að raddir þessara sérfræðinga væru markvisst þaggaðar niður. Þessi ritskoðun og þöggun allra þeirra vísindamanna sem efuðust um réttmæti aðgerða, bólusetninga fyrir börn og ungmenni, o.fl. er óumdeilanleg og hafa Twitter skjölin t.a.m. staðfest að tilskipanir þess efnis komu m.a. beint frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. En tilgangurinn helgar víst meðalið og get ég ekki ímyndað mér að þessi marksvissa þöggun á kollegum þínum hafi truflað þig mikið, eða hvað? Einn þeirra lækna sem varð fyrir þöggun og ófrægingarherferð er meinafræðingurinn Dr. Ryan Cole, en hann lét hafa eftir sér í viðtali nokkru: „Allir vísindamenn eru sammála þegar þaggað er niður í þeim sem eru það ekki.“ Allt tal um consensus innan læknavísindanna er því í besta falli óskhyggja - í versta falli blekking. Einnig spilar að sjálfsögðu inn í þessa formúlu að vísindamenn sem ekki eru sammála opinbera narratívinu - sem undantekningalaust samræmist hagsmunum lyfjarisanna - veigra sér við því að viðra skoðanir sínar, enda afleiðingarnar oft afdrifaríkar. Ef grein þín á að vera svar við minni grein, þá er nokkuð aðdáunarvert hvernig þér, að-margra-og-hugsanlega-eigin-mati klárasta manni þjóðarinnar, tekst að skauta framhjá því sem grein mín helst fjallar um. Til að byrja með: Hvort ertu eða ertu ekki á þeirri skoðun sem þú viðraðir fyrir nokkrum dögum - að sennilega hefði verið óþarfi að bólusetja fólk yngra en 50 ára, a.m.k. 40? Miðað við hvernig þú dróst í land strax daginn eftir að þetta hlaðvarp með Skoðanabræðrum rataði í fjölmiðla, þá vitum við enn ekki hvort þér var alvara með þeim orðum að (gróflega reiknað) u.þ.b. 2/3 hluti þjóðarinnar hefði verið bólusettur að óþörfu. Þú tjáir þig alveg nóg um alla skapaða hluti að ég þurfti ekkert að snúa út úr orðum þínum eins og þú gefur í skyn. Allir vísindamenn hljóta að vera sammála um að 2/3 hverrar þjóðar er umtalsverður hluti, ekki satt? Voru þessar vangaveltur ekki einu sinni fréttnæmar? Ég hef aldrei gefið í skyn að Covid 19 hafi verið hættulaus faraldur, þótt auðvitað hafi tekist með einhliða áróðri að teikna upp þá mynd að þeir sem spurðu spurninga eða efuðust um opinbert narratív hefðu helst viljað drepa náungann (aðallega ömmur landsins) með ábyrgðar- og skeytingaleysi. Í grein minni um daginn (skrifuð í síðustu viku - birt í gær) viðraði ég einfaldlega orð þín um að þegar „þessi faraldur varð raunveruleiki fyrir okkur hér uppi á Íslandi í mars árið 2020 þá leit þetta út fyrir að vera fyrsti kafli í sögunni um útrýmingu mannkyns.“ Er þessi skuggalega mynd ekki í umtalsverðu ósamræmi við veruleikann sem m.a.s. teymi þér tengt reiknaði út strax í sama mánuði, að ekki sé talað um útreikninga kollega þíns Dr. John Ioannidis og tölur frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni? Er heiðarlegt af þér að halda því fram núna að við hefðum ekki vitað betur en að mannkynið kynni að þurrkast út? Ég meina, ef allar tölur hefðu bent til þess, þá hefði ég fyrstur manna mætt í Höllina með uppbrettar ermar. Einnig reynir þú að spyrða við mig í grein þinni nokkuð sem ég hef aldrei haldið fram, enda ekki sett mig inn í – að þú eða Íslensk erfðagreining hafi haft fjárhagslegan hag af faraldrinum. Það er enda algeng aðferð að reynt sé að klína á þann sem spyr réttmætra spurninga öllu því sem hugsanlega ratar inn í umræðuna. Ef þetta rataði inn í grein þína óvart, þá ekkert mál. Það sem þú skautar samt mest framhjá í svari þínu er hvernig þú - í krafti áhrifa og virðingar innan samfélagsins - gekkst manna lengst hér á landi í hvatningu á skerðingu borgaralegra réttinda óbólusettra. Ýmsir viðruðu sömu hugmyndir, en með óheftum aðgangi að fjölmiðlum var þitt gjallarhorn hæst og óttaðist fólk eðlilega afleiðingar slíkrar orðræðu. Ýmsir hafa bent á að ekki beri að taka óheflaðan orðaforða þinn bókstaflega og margt af þessu fólki fyllist gjarnan aðdáaun þegar þú tekur þig til og skammar ráðafólk - og hef ég sjálfur ekki alltaf verið þar undanskilinn. Þetta sama fólk er þó búið að gleyma (eða hefur kosið að gleyma) því að það sem þú varst að kalla eftir var í raun veruleiki sem óbólusett fólk í ýmsum löndum í kringum okkur mátti þegar búa við - einangrun, atvinnumissi, útskúfun, o.fl. Það er því ekki eins og þú hafir dregið þessar hugmyndir upp úr Cheerios-pakka heldur. Þetta var stemningin og þú varst klappstýra slíkra öfga hér heima í félagi við ýmsa aðra. Þvingun á sér nefnilega margar birtingarmyndir og þetta var ein þeirra. Undanfarin þrjú ár hef ég reglulega setið undir skítkasti og háðsglósum frá ýmsu fólki fyrir að fylgja eigin sannfæringu - sannfæringu sem komið hefur á daginn að reyndist rökrétt. Merkilegt nokk þá hafa slíkar tilraunir til móðgunar og þöggunar haft tiltölulega lítil áhrif á mig. Þegar aftur á móti frelsi mínu og lífsviðurværi var ógnað um tíma, þegar mesta geðveikin stóð yfir, þá tók ég því persónulega. Ég tók því jafn persónulega og þú hefðir tekið því persónulega ef að þér sjálfum og/eða vinum þínum hefði verið vegið eða jafnvel borgaralegum réttindum stefnt í hættu. Ef marka má orð sameiginlegra vina okkar um ríka réttlætiskennd þína, þá ætti ekki að vera langsótt fyrir þig að skilja þetta. Er því rökrétt að spyrja þig: Sérð þú eftir því Kári Stefánsson að hafa kallað óbólusett fólk drullusokka og hvatt til útskúfunar þeirra? Þetta er ekkert flókið og það er auðvitað fyrsta skrefið í átt að eðlilegu samtali að fólk gangist við því þegar það hefur gengið of langt. Með þessari grein þinni dettur þú einnig í þá gryfju að telja að fólki sem ekki er langskólagengið í einhverju tilteknu sérfagi sé fullkomlega ómögulegt að setja sig inn í fræðin. Ég veit ekki hvort þú áttar þig á þröngsýninni sem fylgir slíkri hugmyndafræði. Ég er t.d. - ótrúlegt en satt - læs og sjálfur þekki ég fólk sem er mun betur að sér í hinum ýmsu fræðigreinum en langsskólagengnir. En vera má að læknavísindin séu þess eðlis að engum ætti að dirfast að hafa á neinu sem þeim viðkemur skoðanir, nema þeim sem gráðurnar hafa. Þótt vissulega sé aldrei um líf og dauða að tefla innan tónlistarinnar - sem þú vilt að ég haldi mig einvörðungu við (sem ég einnig vildi gjarnan) - þá þykja mér þessi lauslega þýddu orð píanistans Bill Evans ágætis veganesti í lífinu: „Ég virði skoðanir leikmannsins rétt eins og sérfræðingsins.“ Reyndar þykist ég ekki vita neitt um læknisfræði og hef mínar skoðanir frá áðurnefndum sérfræðingum - virtum sérfræðingum (a.m.k. fyrir ófrægingarherferðir), sem passað hefur verið upp á að rati helst aldrei í meginstraumsmiðla. Hlutirnir virðast þó eitthvað vera að breytast, enda dylst engum lengur aukning veikinda og skyndidauða. Einnig fer Ísland að verða eitt fárra landa þar sem opinber umræða um réttmæti aðgerða og bólusetninga er ennþá tabú. Sóttvarnalæknar ýmissa landa, yfirmenn lyfjafyrirtækjanna og aðrir sem ákvarðanir tóku hafa verið boðaðir í vitnaleiðslur fyrir þingnefndum víða um heim og flestum er orðið ljóst að ekki er nóg fyrir fólk í þinni stöðu að láta eins og ekkert sé að sjá. T.a.m. leggur þú engar rannsóknir til hliðsjónar sem staðfesta allar þær fullyrðingar sem þú viðhafðir í grein þinni til mín. Allt upp á borð og ef eitthvað þolir ekki dagsljósið, þá verðum við einfaldlega að læra af reynslunni. Mér dettur ekki til hugar að fara að deila frekar við þig um hluti sem þú hefur sérþekkingu á, en hins vegar sting ég upp á því að þú takir þátt í því að opna fyrir umræðu innan fræðasamfélagsins. Þér hlýtur að vera ljóst að margt þarf hér að gera upp og það er hreinlega óviðunandi að aðeins röddum sem eru þér og skoðanabræðrum þínum sammála sé hleypt að hljóðnemanum. Er vissulega við fjölmiðla að sakast en ekki þig í þeim efnum. Ef fjölmiðlar myndu taka upp á því að sinna vinnunni sinni, myndir þú þá samþykkja að mæta sérfræðingum sem eru á öndverðu meiði við þig varðandi skað- og gagnsemi bóluefnanna - t.d. hjartalæknum á borð við Dr. Aseem Malhotra eða Dr. Peter McCollough? Slíkar umræður gætu t.d. farið fram í spjallþætti á RÚV eða Stöð 2. Væri þetta ekki kjörið tækifæri til að þagga niður í efasemdarröddum í eitt skipti fyrir öll? Þessir tveir læknar hafa verið ofarlega í umræðunni um skaðsemi bóluefnanna og er sá síðarnefndi, að ég best veit, með fleiri birtar rannsóknargreinar í fagtímaritum en nokkur annar læknir – a.m.k. hjartalæknir. Miðað við upptalningu á eigin afrekum á þessu sviði - sem eru vissulega mikil og aðdáunarverð - þá myndi ég ætla að þú teldir slíka fræðimenn verðuga viðmælendur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að annar þessara tveggja lækna myndi þekkjast slíkt boð. Ef þú vilt frekar halda þig við fræðimenn innan landsteinanna, þá veit ég með nokkurri vissu að Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir myndi gjarna vilja hitta þig eða sóttvarnarlækni (sem virðist ekki kannast við neinar aukaverkanir bóluefnanna) á opinberum vettvangi. Það liggur í hlutarins eðli að ég mun halda mig fjarri öllum slíkum umræðuvettvangi - enda aðeins trommari. Það jákvæða við grein þína er að þú ert hugsanlega óafvitandi búinn að opna á umræðu sem hefur verið lokuð hingað til, þótt þú viljir auðvitað meina að allar ákvarðanir á Covid tímabilinu, þ.m.t. varðandi bóluefnin, hafi verið hárréttar – nokkuð sem er vissulega í ósamræmi við það sem þú einnig segir - að það sé „hins vegar hollt og rétt og í samræmi við góð vinnubrögð að halda áfram að velta því fyrir sér hvað við gætum hafa betur gert.“ Til hvers? Voru ekki allar ákvarðanir hárréttar? Ef þú kærir þig á annað borð um að lesa þær fjölmörgu fræðigreinar sem stangast á við þínar fullyrðingar og sýna ótvíræða skaðsemi bóluefnanna, þá ætla ég sem leikmaður að draga mig í hlé og eftirláta Guðmundi Karli að svara þér frekar. Hann virðist nefnilega vera eini læknir landsins sem þorir að sýna fórnarlömbum Covid-19 bóluefnanna þá lágmarksvirðingu að hlustað sé á þau og að ekki sé gert lítið úr þeim. Hann er einnig - eðlilega - betur að sér í fræðigreinum en trommuleikarar og því aðeins sanngjarnt að Vísir sýni honum þá athygli sem þessi bréfaskrif okkar virðast fá. Að lokum: Ég kann betur við orðin trommari eða trommuleikari heldur en við orðið trymbill, en þú ræður auðvitað hvernig þú ávarpar mig. Hvort orðið varð fyrir valinu til að undirstrika augljósa tilraun til lítillækkunar (sem grein þín var í grófum dráttum) veit ég ekkert um. Ég skal á móti hætta að kalla þig Guð, þótt hluti þjóðarinnar líti enn á þig sem slíkan. Ég hef annars sjaldan látið mér nægja að spila aðeins á trommur (ekki berja þær, eins og þú kallar það) og ætla ég því að halda áfram að víkka sjóndeildarhringinn, fá reglulega lánaða dómgreind, án þess þó að hætta að hlusta á eigið innsæi. Kærleikskveðjur. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á. 9. ágúst 2023 14:34 Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi. 9. ágúst 2023 14:31 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er nokkuð óbilandi bjartsýnismaður og ætla því að líta á það sem hrós að þú - mestur vísindamanna á Íslandi - skulir svara óbreyttum trommara um málefni sem hann á helst ekki að skipta sér af. Svarið er reyndar í formi einnar mestu gaslýsingar sem sést hefur, en í huga hinna fjölmörgu aðdáenda þinna, þá er væntanlega um einskonar Ippon að ræða og málið því afgreitt - skák og mát. En þar sem ég leggst sjaldan kylliflatur við tilraunum til lítillækkunar - list sem þú kannt betur en margur - þá hripaði ég niður eftirfarandi hugleiðingar eins listamanns til annars. Það er engu líkara en að þú og þínir fjölmörgu áhangendur telji að leikmenn eins og undirritaður hafi dregið þær upplýsingar sem stangast á við þínar eigin upp úr Cheerios pakka. Fyrir alla sem vilja kynna sér það, þá er aragrúi vísindamanna - margir hverjir með menntun, reynslu og birtingu ritrýndra vísindagreina á pari við þig - sem eru búnir að vara við skaðsemi Covid-19 bóluefnanna nánast frá því að sprautuherferðin hófst. Hins vegar hentaði það auðvitað fólki eins og þér, Anthony Fauci og skoðanabræðrum ykkar að raddir þessara sérfræðinga væru markvisst þaggaðar niður. Þessi ritskoðun og þöggun allra þeirra vísindamanna sem efuðust um réttmæti aðgerða, bólusetninga fyrir börn og ungmenni, o.fl. er óumdeilanleg og hafa Twitter skjölin t.a.m. staðfest að tilskipanir þess efnis komu m.a. beint frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. En tilgangurinn helgar víst meðalið og get ég ekki ímyndað mér að þessi marksvissa þöggun á kollegum þínum hafi truflað þig mikið, eða hvað? Einn þeirra lækna sem varð fyrir þöggun og ófrægingarherferð er meinafræðingurinn Dr. Ryan Cole, en hann lét hafa eftir sér í viðtali nokkru: „Allir vísindamenn eru sammála þegar þaggað er niður í þeim sem eru það ekki.“ Allt tal um consensus innan læknavísindanna er því í besta falli óskhyggja - í versta falli blekking. Einnig spilar að sjálfsögðu inn í þessa formúlu að vísindamenn sem ekki eru sammála opinbera narratívinu - sem undantekningalaust samræmist hagsmunum lyfjarisanna - veigra sér við því að viðra skoðanir sínar, enda afleiðingarnar oft afdrifaríkar. Ef grein þín á að vera svar við minni grein, þá er nokkuð aðdáunarvert hvernig þér, að-margra-og-hugsanlega-eigin-mati klárasta manni þjóðarinnar, tekst að skauta framhjá því sem grein mín helst fjallar um. Til að byrja með: Hvort ertu eða ertu ekki á þeirri skoðun sem þú viðraðir fyrir nokkrum dögum - að sennilega hefði verið óþarfi að bólusetja fólk yngra en 50 ára, a.m.k. 40? Miðað við hvernig þú dróst í land strax daginn eftir að þetta hlaðvarp með Skoðanabræðrum rataði í fjölmiðla, þá vitum við enn ekki hvort þér var alvara með þeim orðum að (gróflega reiknað) u.þ.b. 2/3 hluti þjóðarinnar hefði verið bólusettur að óþörfu. Þú tjáir þig alveg nóg um alla skapaða hluti að ég þurfti ekkert að snúa út úr orðum þínum eins og þú gefur í skyn. Allir vísindamenn hljóta að vera sammála um að 2/3 hverrar þjóðar er umtalsverður hluti, ekki satt? Voru þessar vangaveltur ekki einu sinni fréttnæmar? Ég hef aldrei gefið í skyn að Covid 19 hafi verið hættulaus faraldur, þótt auðvitað hafi tekist með einhliða áróðri að teikna upp þá mynd að þeir sem spurðu spurninga eða efuðust um opinbert narratív hefðu helst viljað drepa náungann (aðallega ömmur landsins) með ábyrgðar- og skeytingaleysi. Í grein minni um daginn (skrifuð í síðustu viku - birt í gær) viðraði ég einfaldlega orð þín um að þegar „þessi faraldur varð raunveruleiki fyrir okkur hér uppi á Íslandi í mars árið 2020 þá leit þetta út fyrir að vera fyrsti kafli í sögunni um útrýmingu mannkyns.“ Er þessi skuggalega mynd ekki í umtalsverðu ósamræmi við veruleikann sem m.a.s. teymi þér tengt reiknaði út strax í sama mánuði, að ekki sé talað um útreikninga kollega þíns Dr. John Ioannidis og tölur frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni? Er heiðarlegt af þér að halda því fram núna að við hefðum ekki vitað betur en að mannkynið kynni að þurrkast út? Ég meina, ef allar tölur hefðu bent til þess, þá hefði ég fyrstur manna mætt í Höllina með uppbrettar ermar. Einnig reynir þú að spyrða við mig í grein þinni nokkuð sem ég hef aldrei haldið fram, enda ekki sett mig inn í – að þú eða Íslensk erfðagreining hafi haft fjárhagslegan hag af faraldrinum. Það er enda algeng aðferð að reynt sé að klína á þann sem spyr réttmætra spurninga öllu því sem hugsanlega ratar inn í umræðuna. Ef þetta rataði inn í grein þína óvart, þá ekkert mál. Það sem þú skautar samt mest framhjá í svari þínu er hvernig þú - í krafti áhrifa og virðingar innan samfélagsins - gekkst manna lengst hér á landi í hvatningu á skerðingu borgaralegra réttinda óbólusettra. Ýmsir viðruðu sömu hugmyndir, en með óheftum aðgangi að fjölmiðlum var þitt gjallarhorn hæst og óttaðist fólk eðlilega afleiðingar slíkrar orðræðu. Ýmsir hafa bent á að ekki beri að taka óheflaðan orðaforða þinn bókstaflega og margt af þessu fólki fyllist gjarnan aðdáaun þegar þú tekur þig til og skammar ráðafólk - og hef ég sjálfur ekki alltaf verið þar undanskilinn. Þetta sama fólk er þó búið að gleyma (eða hefur kosið að gleyma) því að það sem þú varst að kalla eftir var í raun veruleiki sem óbólusett fólk í ýmsum löndum í kringum okkur mátti þegar búa við - einangrun, atvinnumissi, útskúfun, o.fl. Það er því ekki eins og þú hafir dregið þessar hugmyndir upp úr Cheerios-pakka heldur. Þetta var stemningin og þú varst klappstýra slíkra öfga hér heima í félagi við ýmsa aðra. Þvingun á sér nefnilega margar birtingarmyndir og þetta var ein þeirra. Undanfarin þrjú ár hef ég reglulega setið undir skítkasti og háðsglósum frá ýmsu fólki fyrir að fylgja eigin sannfæringu - sannfæringu sem komið hefur á daginn að reyndist rökrétt. Merkilegt nokk þá hafa slíkar tilraunir til móðgunar og þöggunar haft tiltölulega lítil áhrif á mig. Þegar aftur á móti frelsi mínu og lífsviðurværi var ógnað um tíma, þegar mesta geðveikin stóð yfir, þá tók ég því persónulega. Ég tók því jafn persónulega og þú hefðir tekið því persónulega ef að þér sjálfum og/eða vinum þínum hefði verið vegið eða jafnvel borgaralegum réttindum stefnt í hættu. Ef marka má orð sameiginlegra vina okkar um ríka réttlætiskennd þína, þá ætti ekki að vera langsótt fyrir þig að skilja þetta. Er því rökrétt að spyrja þig: Sérð þú eftir því Kári Stefánsson að hafa kallað óbólusett fólk drullusokka og hvatt til útskúfunar þeirra? Þetta er ekkert flókið og það er auðvitað fyrsta skrefið í átt að eðlilegu samtali að fólk gangist við því þegar það hefur gengið of langt. Með þessari grein þinni dettur þú einnig í þá gryfju að telja að fólki sem ekki er langskólagengið í einhverju tilteknu sérfagi sé fullkomlega ómögulegt að setja sig inn í fræðin. Ég veit ekki hvort þú áttar þig á þröngsýninni sem fylgir slíkri hugmyndafræði. Ég er t.d. - ótrúlegt en satt - læs og sjálfur þekki ég fólk sem er mun betur að sér í hinum ýmsu fræðigreinum en langsskólagengnir. En vera má að læknavísindin séu þess eðlis að engum ætti að dirfast að hafa á neinu sem þeim viðkemur skoðanir, nema þeim sem gráðurnar hafa. Þótt vissulega sé aldrei um líf og dauða að tefla innan tónlistarinnar - sem þú vilt að ég haldi mig einvörðungu við (sem ég einnig vildi gjarnan) - þá þykja mér þessi lauslega þýddu orð píanistans Bill Evans ágætis veganesti í lífinu: „Ég virði skoðanir leikmannsins rétt eins og sérfræðingsins.“ Reyndar þykist ég ekki vita neitt um læknisfræði og hef mínar skoðanir frá áðurnefndum sérfræðingum - virtum sérfræðingum (a.m.k. fyrir ófrægingarherferðir), sem passað hefur verið upp á að rati helst aldrei í meginstraumsmiðla. Hlutirnir virðast þó eitthvað vera að breytast, enda dylst engum lengur aukning veikinda og skyndidauða. Einnig fer Ísland að verða eitt fárra landa þar sem opinber umræða um réttmæti aðgerða og bólusetninga er ennþá tabú. Sóttvarnalæknar ýmissa landa, yfirmenn lyfjafyrirtækjanna og aðrir sem ákvarðanir tóku hafa verið boðaðir í vitnaleiðslur fyrir þingnefndum víða um heim og flestum er orðið ljóst að ekki er nóg fyrir fólk í þinni stöðu að láta eins og ekkert sé að sjá. T.a.m. leggur þú engar rannsóknir til hliðsjónar sem staðfesta allar þær fullyrðingar sem þú viðhafðir í grein þinni til mín. Allt upp á borð og ef eitthvað þolir ekki dagsljósið, þá verðum við einfaldlega að læra af reynslunni. Mér dettur ekki til hugar að fara að deila frekar við þig um hluti sem þú hefur sérþekkingu á, en hins vegar sting ég upp á því að þú takir þátt í því að opna fyrir umræðu innan fræðasamfélagsins. Þér hlýtur að vera ljóst að margt þarf hér að gera upp og það er hreinlega óviðunandi að aðeins röddum sem eru þér og skoðanabræðrum þínum sammála sé hleypt að hljóðnemanum. Er vissulega við fjölmiðla að sakast en ekki þig í þeim efnum. Ef fjölmiðlar myndu taka upp á því að sinna vinnunni sinni, myndir þú þá samþykkja að mæta sérfræðingum sem eru á öndverðu meiði við þig varðandi skað- og gagnsemi bóluefnanna - t.d. hjartalæknum á borð við Dr. Aseem Malhotra eða Dr. Peter McCollough? Slíkar umræður gætu t.d. farið fram í spjallþætti á RÚV eða Stöð 2. Væri þetta ekki kjörið tækifæri til að þagga niður í efasemdarröddum í eitt skipti fyrir öll? Þessir tveir læknar hafa verið ofarlega í umræðunni um skaðsemi bóluefnanna og er sá síðarnefndi, að ég best veit, með fleiri birtar rannsóknargreinar í fagtímaritum en nokkur annar læknir – a.m.k. hjartalæknir. Miðað við upptalningu á eigin afrekum á þessu sviði - sem eru vissulega mikil og aðdáunarverð - þá myndi ég ætla að þú teldir slíka fræðimenn verðuga viðmælendur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að annar þessara tveggja lækna myndi þekkjast slíkt boð. Ef þú vilt frekar halda þig við fræðimenn innan landsteinanna, þá veit ég með nokkurri vissu að Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir myndi gjarna vilja hitta þig eða sóttvarnarlækni (sem virðist ekki kannast við neinar aukaverkanir bóluefnanna) á opinberum vettvangi. Það liggur í hlutarins eðli að ég mun halda mig fjarri öllum slíkum umræðuvettvangi - enda aðeins trommari. Það jákvæða við grein þína er að þú ert hugsanlega óafvitandi búinn að opna á umræðu sem hefur verið lokuð hingað til, þótt þú viljir auðvitað meina að allar ákvarðanir á Covid tímabilinu, þ.m.t. varðandi bóluefnin, hafi verið hárréttar – nokkuð sem er vissulega í ósamræmi við það sem þú einnig segir - að það sé „hins vegar hollt og rétt og í samræmi við góð vinnubrögð að halda áfram að velta því fyrir sér hvað við gætum hafa betur gert.“ Til hvers? Voru ekki allar ákvarðanir hárréttar? Ef þú kærir þig á annað borð um að lesa þær fjölmörgu fræðigreinar sem stangast á við þínar fullyrðingar og sýna ótvíræða skaðsemi bóluefnanna, þá ætla ég sem leikmaður að draga mig í hlé og eftirláta Guðmundi Karli að svara þér frekar. Hann virðist nefnilega vera eini læknir landsins sem þorir að sýna fórnarlömbum Covid-19 bóluefnanna þá lágmarksvirðingu að hlustað sé á þau og að ekki sé gert lítið úr þeim. Hann er einnig - eðlilega - betur að sér í fræðigreinum en trommuleikarar og því aðeins sanngjarnt að Vísir sýni honum þá athygli sem þessi bréfaskrif okkar virðast fá. Að lokum: Ég kann betur við orðin trommari eða trommuleikari heldur en við orðið trymbill, en þú ræður auðvitað hvernig þú ávarpar mig. Hvort orðið varð fyrir valinu til að undirstrika augljósa tilraun til lítillækkunar (sem grein þín var í grófum dráttum) veit ég ekkert um. Ég skal á móti hætta að kalla þig Guð, þótt hluti þjóðarinnar líti enn á þig sem slíkan. Ég hef annars sjaldan látið mér nægja að spila aðeins á trommur (ekki berja þær, eins og þú kallar það) og ætla ég því að halda áfram að víkka sjóndeildarhringinn, fá reglulega lánaða dómgreind, án þess þó að hætta að hlusta á eigið innsæi. Kærleikskveðjur. Höfundur er tónlistarmaður.
Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á. 9. ágúst 2023 14:34
Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi. 9. ágúst 2023 14:31
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar