Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:07 Ágúst Bjarni Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur eðlilegt að hvalrekaskattur á bankana verði skoðaður. Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að til greina kæmi að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem rekja mætti til hærri vaxta. Ekkert lægi þó fyrir um slíkt innan ríkisstjórnarinnar en brýnt væri að ná verðbólgunni niður. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er sammála ráðherra og telur mikilvægt að sú leið verði skoðuð. „Sjálfur hef ég auðvitað sem þingmaður bent á þessa leið líka til þess að bregðast við og koma til móts við heimilin í erfiðri stöðu,“ segir Ágúst Bjarni. Hugmyndin hafi ekki komið á borð efnahags- og viðskiptanefndar og of snemmt sé að segja til um hvort hún skili sér þangað. „Bankarnir eru að hagnast gríðarlega og sá hagnaður er að miklu leyti kominn vegna þeirra vaxtahækkana sem hafa verið og mér finnst það og ég tala persónulega mér finnst eðlilegt að þessi leið sé skoðuð,“ segir Ágúst Bjarni. Ítalía hafi meðal annars ákveðið að fara þessa leið líkt og greint var frá í gær. „Þar er lagður 40 prósent skattur á þennan hagnað bankanna en hvort að það sé endilega einhver tala sem við myndum skoða en ég myndi klárlega styðja það að bankarnir og það yrði farið sambærilega leið til að koma til móts við heimilin,“ segir hann. Ágúst Bjarni segir fleiri flokka hafa viðrað hugmyndir um hvalrekaskatt en hann geti þó ekki talað fyrir hönd annarra. „Við verðum að sjá hvort þessi tiltekna leið fái einhverja umræðu í ríkisstjórn og þá í kjölfarið í nefndum þingsins.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að til greina kæmi að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem rekja mætti til hærri vaxta. Ekkert lægi þó fyrir um slíkt innan ríkisstjórnarinnar en brýnt væri að ná verðbólgunni niður. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er sammála ráðherra og telur mikilvægt að sú leið verði skoðuð. „Sjálfur hef ég auðvitað sem þingmaður bent á þessa leið líka til þess að bregðast við og koma til móts við heimilin í erfiðri stöðu,“ segir Ágúst Bjarni. Hugmyndin hafi ekki komið á borð efnahags- og viðskiptanefndar og of snemmt sé að segja til um hvort hún skili sér þangað. „Bankarnir eru að hagnast gríðarlega og sá hagnaður er að miklu leyti kominn vegna þeirra vaxtahækkana sem hafa verið og mér finnst það og ég tala persónulega mér finnst eðlilegt að þessi leið sé skoðuð,“ segir Ágúst Bjarni. Ítalía hafi meðal annars ákveðið að fara þessa leið líkt og greint var frá í gær. „Þar er lagður 40 prósent skattur á þennan hagnað bankanna en hvort að það sé endilega einhver tala sem við myndum skoða en ég myndi klárlega styðja það að bankarnir og það yrði farið sambærilega leið til að koma til móts við heimilin,“ segir hann. Ágúst Bjarni segir fleiri flokka hafa viðrað hugmyndir um hvalrekaskatt en hann geti þó ekki talað fyrir hönd annarra. „Við verðum að sjá hvort þessi tiltekna leið fái einhverja umræðu í ríkisstjórn og þá í kjölfarið í nefndum þingsins.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hvalrekaskattur til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækja Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. 10. ágúst 2022 16:33