Vinningstölurnar voru 13, 19, 20, 32, 33 og var Mega-gullboltinn númer 14.
Vinningshafinn sem keypti miðann í Publix-verslun í Neptune Beach í Flórída getur valið á milli þess að fá 1,58 milljarð Bandaríkjadala (sem jafngildir tæplega 208 milljörðum íslenskra króna) greiddan í árlegum greiðslum næstu þrjátíu árin eða fengið eingreiðslu upp á 783 milljónir Bandaríkjadala (um 100 milljarðar íslenskra króna).
Vinningurinn er sá stærsti í sögu Mega Millions-lottósins, aðeins stærri en 1,537 milljarða vinningur sem vannst í Suður-Karólínu árið 2018.
Þá er vinningurinn sá þriðji stærsti í sögu bandarísks lofts. Kaliforníubúinn Edwin Castro vann þann stærsta síðastliðinn nóvember þegar hann vann tvo milljarða Bandaríkjadala í Powerball-lottóinu.