Konan sem hefur ekki verið nafngreind ku vera frá borginni Ochakiv í Mykolaiv-héraði og vann sem sölukona í hernaðarvörubúð. Úkraínskar öryggissveitir greindu frá handtöku konunnar á mánudag.
Að sögn úkraínskra öryggissveita hafði konan verið að undirbúa rússneska loftárás á borgina Míkolæv í lok júlí þegar Selenskí var þar staddur. Konan hafði safnað gögnum um ferðir Selenskís og dvalarstaði hans.
Öryggissveitirnar segjast hafa komist á snoðir áætlanir konunnar í tæka tíð og þannig geta gert viðeigandi ráðstafanir. Fyglst hafi verið með konunni til að reyna að komast að frekari upplýsingum um rússneska tengilið hennar.
Á meðan öryggissveitirnar fylgdust með samskiptum konunnar kom einnig í ljós að hún átti að bera kennsl á staðsetningar rafræns hernaðarbúnaðar úkraínska hersins og vörugeymsla með skotfærum og vopnum hersins.
Hún hafi síðan verið „gripin glóðvolg“ þegar hún reyndi að færa Rússum gögnin.