Frá þessu er greint í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Vísir sagði frá atvikinu í gær og hafði eftir stöðvarstjóranum í Hafnarfirði að um væri að ræða einstakling sem glímdi við andleg veikindi.
Lögregla var einnig kölluð til í póstnúmerinu 113 þar sem ungmenni var sagt ógna öðrum ungmennum með eggvopni. Þá var einn handtekinn vegna heimilisofbeldis í póstnúmerinu 104.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í miðborginni og Hafnarfirði í gær og þá bárust einnig nokkrar tilkynningar um umferðarslys og var einn fluttur á slysadeild eftir óhapp í Mosfellsbæ.
Ein tilkynning barst um innbrot í fyrirtæki í póstnúmerinu 110 og er það mál í rannsókn.