Skúli Jónsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að um ræði veikan mann sem hafði verið að ógna fólki með hníf. Að auki hafi hann brotið rúðu í húsinu.
Skúli segir engan vera í hættu, lögreglan sé að reyna að ná til mannsins og hjálpa honum.
