Örtröð og tómar hillur á rýmingarsölu Krónunnar Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 7. ágúst 2023 20:28 Alexander segir gaman að sjá að fólk hafi nýtt sér afsláttinn. Stöð 2 Örtröð myndaðist í verslun Krónunnar á Granda í dag þar sem rýmingarsala fór fram. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist verslunarstjóri eiga von á því að allar hillur verði tómar í kvöld. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í verslun Krónunnar úti á Granda. Verslunin verður lokuð meðan á breytingum stendur og því var haldin rýmingarsala í dag, þar sem allar vörur voru á 25 prósent afslætti. „Við erum að fara í risastórar breytingar hér, frá gólfefni upp í lýsingu og allskonar nýtt. Kælitæki að koma og frystitæki og jafnvel opnun nokkurra veitingastaða inni. Það verður svaka breyting og upplifun viðskiptavina verður töluvert betri eftir þessar breytingar,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Viðskiptavinir létu ekki sitt eftir liggja við aðstoð á rýmingu verslunarinnar. „Það var metmæting klukkan níu. Það hefur aldrei sést. Það er nóg að gera,“ segir Alexander. Eru flestir að gera sér stórinnkaup? „Já flestir eru með hressileg innkaup og það er mjög gaman að sjá að það er fólk að nýta þetta.“ Innkaupin kalli á ísskápstiltekt Mæðgurnar María og Ellý voru meðal þeirra sem nýttu sér afsláttinn. „Mikið gos og allskonar fyrir smoothie-bowls, svona hafradót og svona ökólógískt sem er dýrt. Og kjöt, við keyptum svolítið af kjöti. Þannig að það er doomed að maður fari í tiltekt í dag, í ísskáp og frysti, til að koma öllu fyrir,“ segir María um innkaup sín á rýmingarsölunni. María segir að nú sé mikið að bera eftir stórinnkaupin. „Og ég bý á þriðju hæð í blokk,“ segir hún. „Ég fæ manninn minn með mér í þetta.“ Aðspurður segist Alexander búast við því að hillurnar verði tómar á morgun. „Ég vona að þetta verði tómt í kvöld,“ segir hann og hlær. Matvöruverslun Reykjavík Verslun Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í verslun Krónunnar úti á Granda. Verslunin verður lokuð meðan á breytingum stendur og því var haldin rýmingarsala í dag, þar sem allar vörur voru á 25 prósent afslætti. „Við erum að fara í risastórar breytingar hér, frá gólfefni upp í lýsingu og allskonar nýtt. Kælitæki að koma og frystitæki og jafnvel opnun nokkurra veitingastaða inni. Það verður svaka breyting og upplifun viðskiptavina verður töluvert betri eftir þessar breytingar,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Viðskiptavinir létu ekki sitt eftir liggja við aðstoð á rýmingu verslunarinnar. „Það var metmæting klukkan níu. Það hefur aldrei sést. Það er nóg að gera,“ segir Alexander. Eru flestir að gera sér stórinnkaup? „Já flestir eru með hressileg innkaup og það er mjög gaman að sjá að það er fólk að nýta þetta.“ Innkaupin kalli á ísskápstiltekt Mæðgurnar María og Ellý voru meðal þeirra sem nýttu sér afsláttinn. „Mikið gos og allskonar fyrir smoothie-bowls, svona hafradót og svona ökólógískt sem er dýrt. Og kjöt, við keyptum svolítið af kjöti. Þannig að það er doomed að maður fari í tiltekt í dag, í ísskáp og frysti, til að koma öllu fyrir,“ segir María um innkaup sín á rýmingarsölunni. María segir að nú sé mikið að bera eftir stórinnkaupin. „Og ég bý á þriðju hæð í blokk,“ segir hún. „Ég fæ manninn minn með mér í þetta.“ Aðspurður segist Alexander búast við því að hillurnar verði tómar á morgun. „Ég vona að þetta verði tómt í kvöld,“ segir hann og hlær.
Matvöruverslun Reykjavík Verslun Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira