Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Margrét Björk Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 10:38 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.” Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Hratt dró úr gosóróa í gær og var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos um klukkan þrjú í gær. Í kjölfarið var lýst yfir svokölluðu goshléi og var litla breytingu að sjá á þróun gosóróans í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ekki er enn hægt að fullyrða að um goslok sé að ræða en það verður endurmetið í næstu viku. Jarðeðlisfræðingur segir engar vísbendingar um frekari skjálftavirkni eða kvikuhreyfingar á svæðinu sem gætu verið merki um að önnur sprunga væri að opnast. „Það var landris í um tvo mánuði áður en þetta gos hófst og jarðskjálftavirkni jókst. Svo datt það niður þegar gosið hófst og það er engin hreyfing núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Erfittt sé að spá til um framhaldið á Reykjanesskaga. „Langlíklegast að nú komi mögulega annað tímabil, Gæti komið annað gos eftir ár eða eitthvað í eitthvað í þeim dúr. Svo gæti þetta verið síðasti atburðurinn í hrinunni. Um það vitum við bara ekkert í dag, það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús Tumi. Askja eigi eftir að safna meira á tankinn Talsvert hefur rætt um möguleikann á eldgosi í Öskju sem nú hefur þanist út í um tvö ár. Það sem Magnúsi Tuma þykir líklegast að gerist þar með tilliti til gossögunnar væri basískt hraungos. „Það er ekkert útilokað. Askja er núna búin að þenjast út í bráðum tvö ár en enn á hún sennilega töluvert eftir til að ná því sem hún var fyrir 50 árum, vegna þess að Askja skar sig lengst af úr þar sem hún var að síga frá því um 1970 alveg þangað til fyrir tveimur árum.” Magnús Tumi bendir á að 60 til 70 sentímetra landris á svæðinu teljist býsna mikið en þó virðist enn vera að fyllast á tankinn. „Þetta er svolítið eins og það hafi verið byrjað að hella í hálftóman tank og það þarf bara að hella heilmikið í hann áður en það fer að flæða út úr honum. En þetta getur ekki haldið áfram endalaust.“ Hann bætir við að enn sem komið er sé ekki að sjá aukningu í virkni í Öskju. Svo það virðist vanta aðeins upp áður en ástandið kemst á krítískt stig. „Það er svona nokkurn veginn staðan núna. Hvenær það verður er ómögulegt að segja.”
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira