Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að um helgina séu þyrlurnar staðsettar á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
„Áhöfnin sem var í Vestmannaeyjum var á æfingarflugi þegar ósk barst um þyrluna vegna vinnuslyss í nágrenni Stykkishólms. Þyrlan fór fyrst til Reykjavíkur og síðan rakleiðis vestur og sótti þann slasaða og flutti á Landspítalann í Fossvogi, þar sem hún lenti rétt fyrir fjögur,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi.
Að sögn hans fást ekki nánari upplýsingar um tildrög slyssins né líðan mannsins að svo stöddu.
Fréttin hefur verið uppfærð.