„Þetta er bara hörmulegt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2023 13:02 Formaður ÖBÍ bindur miklar vonir við breytingar verði í íslensku samfélagi þegar samningur Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að réttindi fatlaðs fólks séu þau sömu og ófatlaðra verður lögfestur. Vísir/Vilhelm Umræða um launagreiðslur fatlaðs fólks kemur formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. Fjöldamörg dæmi séu um að fatlað fólk fái ekki greitt fyrir störf sín. Hún segir skyldu hvíla á stjórnvöldum að bregðast við. Talsverð umræða hefur skapast um launagreiðslur vinnustofunnar Ás til fatlaðra starfsmanna sinna, síðan Atli Már Haraldsson, sem starfaði hjá félaginu í tæpan áratug steig fram og birti launaseðil sinn. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða rétt rúmar fjögur þúsund krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Umræðan kemur Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. „Maður er búin að heyra og sjá mjög margt í þessu starfi,“ segir Þuríður. „Þetta er engin nýlunda og er eitt af því sem þarf að breyta. Þetta er bara hörmulegt.“ Fjöldamörg dæmi um ógreidd störf fatlaðs fólks Að sögn Þuríðar hefur Öryrkjabandalagið lengi barist fyrir því að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk, hvort sem það sé í lífi eða starfi. „Auðvitað á allt fólki að fá greitt fyrir vinnu sína á vinnustað og greiðsla á að vera í samræmi við kjarasamninga. Stjórnvöld verðs að fara yfir þessi mál með launþegahreyfingunni, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.“ Við vitum um fleiri staði þar sem verið er að selja vörur og kaffi og ýmislegt þar sem fatlað fólk er að vinna en er ekkert á launum fyrir vinnu sína. Þuríður segir skyldu hvíla á íslenskum stjórnvöldum að bregðast við, nú þegar stendur til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna varðandi réttindi fatlaðs fólks. „Samningurinn kveður á um að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk. Það gildir um vinnumarkað eins og annað í daglegu lífi fólks.“ Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast um launagreiðslur vinnustofunnar Ás til fatlaðra starfsmanna sinna, síðan Atli Már Haraldsson, sem starfaði hjá félaginu í tæpan áratug steig fram og birti launaseðil sinn. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða rétt rúmar fjögur þúsund krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Umræðan kemur Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. „Maður er búin að heyra og sjá mjög margt í þessu starfi,“ segir Þuríður. „Þetta er engin nýlunda og er eitt af því sem þarf að breyta. Þetta er bara hörmulegt.“ Fjöldamörg dæmi um ógreidd störf fatlaðs fólks Að sögn Þuríðar hefur Öryrkjabandalagið lengi barist fyrir því að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk, hvort sem það sé í lífi eða starfi. „Auðvitað á allt fólki að fá greitt fyrir vinnu sína á vinnustað og greiðsla á að vera í samræmi við kjarasamninga. Stjórnvöld verðs að fara yfir þessi mál með launþegahreyfingunni, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.“ Við vitum um fleiri staði þar sem verið er að selja vörur og kaffi og ýmislegt þar sem fatlað fólk er að vinna en er ekkert á launum fyrir vinnu sína. Þuríður segir skyldu hvíla á íslenskum stjórnvöldum að bregðast við, nú þegar stendur til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna varðandi réttindi fatlaðs fólks. „Samningurinn kveður á um að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk. Það gildir um vinnumarkað eins og annað í daglegu lífi fólks.“
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira