Vita enn ekki hvað orsakaði leka í Sporthúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. ágúst 2023 19:00 Þröstur segist feginn að starfsfólk hafi verið mætt til vinnu þegar fór að leka. Vísir/Einar Mikill leki varð í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Ákveðið var að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið þegar ekkert gekk að finna orsökina. Enn er verið að þurrka í stöðinni en viðgerð á lögninni fer fram eftir verslunarmannahelgina. Enn er ekki vitað hvað orsakaði leka í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Loka þurfti fyrir vatn í stórum hluta Kópavogs vegna lekans en eftir að löngum tíma hafði verið varið í að leita að uppruna hans var að lokum ákveðið að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið og leiða vatnið aftur inn með öðrum hætti. Viðgerð á lögninni fer fram eftir helgi en uppruni lekans verður líklega ekki ljós fyrr en henni lýkur. Fjölmennt lið slökkviliðs og starfsmanna bæjarins var við vettvang þegar fréttastofa leit við í dag en annar eigenda Sporthússins var uppi í bústað þegar hann fékk símtal í morgun um lekann. „Dagurinn er búinn að vera nokkuð fjörugur. Hann byrjaði á því að ég fékk símtal um þetta. Góð byrjun á verslunarmannahelginni. En þetta er eins og það er. Spyr ekki að stund eða stað. Það var bara allt á floti,“ segir Þröstur og að honum hafi verið sagt að drífa sig í bæinn. Hann segir að þau hafi verið í bölvuðum vandræðum því það hafi tekið svo langan tíma að finna orsökina en slökkviliðið fór ekki af vettvangi fyrr en á fjórða tímanum í dag. Vatn dreifðist nokkuð víða en hann segist feginn að lekinn hafi byrjað þegar fólk var á staðnum. Vatnið lak yfir um 700 fermetra svæði og hann telur það ekki hafa verið mjög djúpt. Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.Vísir/Einar Hann telur að verulegt tjón hafi orðið á stöðinni. „Það er ómögulegt að segja um tjón en auðvitað er það gríðarlegt tjón þegar allt fer á flot og undir alla veggi en vonandi ekki stórtjón. Þetta ætti ekki að trufla starfsemina mikið,“ segir Þröstur en á meðan viðgerðinni stóð var ekki hægt að fara í sturtu á stöðinni eða nota salernið. Hann segir að tryggingafélagið hans sé byrjað að vinna í málinu en á von á því að það verði lið við þurrk í stöðinni alla helgina og að viðgerð getu svo hafist að því loknu. Gera má ráð fyrir því að viðgerð á lögninni sjálfri fyrir utan hefjist á þriðjudag. Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Enn er ekki vitað hvað orsakaði leka í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Loka þurfti fyrir vatn í stórum hluta Kópavogs vegna lekans en eftir að löngum tíma hafði verið varið í að leita að uppruna hans var að lokum ákveðið að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið og leiða vatnið aftur inn með öðrum hætti. Viðgerð á lögninni fer fram eftir helgi en uppruni lekans verður líklega ekki ljós fyrr en henni lýkur. Fjölmennt lið slökkviliðs og starfsmanna bæjarins var við vettvang þegar fréttastofa leit við í dag en annar eigenda Sporthússins var uppi í bústað þegar hann fékk símtal í morgun um lekann. „Dagurinn er búinn að vera nokkuð fjörugur. Hann byrjaði á því að ég fékk símtal um þetta. Góð byrjun á verslunarmannahelginni. En þetta er eins og það er. Spyr ekki að stund eða stað. Það var bara allt á floti,“ segir Þröstur og að honum hafi verið sagt að drífa sig í bæinn. Hann segir að þau hafi verið í bölvuðum vandræðum því það hafi tekið svo langan tíma að finna orsökina en slökkviliðið fór ekki af vettvangi fyrr en á fjórða tímanum í dag. Vatn dreifðist nokkuð víða en hann segist feginn að lekinn hafi byrjað þegar fólk var á staðnum. Vatnið lak yfir um 700 fermetra svæði og hann telur það ekki hafa verið mjög djúpt. Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.Vísir/Einar Hann telur að verulegt tjón hafi orðið á stöðinni. „Það er ómögulegt að segja um tjón en auðvitað er það gríðarlegt tjón þegar allt fer á flot og undir alla veggi en vonandi ekki stórtjón. Þetta ætti ekki að trufla starfsemina mikið,“ segir Þröstur en á meðan viðgerðinni stóð var ekki hægt að fara í sturtu á stöðinni eða nota salernið. Hann segir að tryggingafélagið hans sé byrjað að vinna í málinu en á von á því að það verði lið við þurrk í stöðinni alla helgina og að viðgerð getu svo hafist að því loknu. Gera má ráð fyrir því að viðgerð á lögninni sjálfri fyrir utan hefjist á þriðjudag.
Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19