Ísak fórnaði nefinu til að skora en höfuðið í lagi Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 07:29 Ísak Snær Þorvaldsson skall illa saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði en var engu að síður glaður eftir leik. Twitter/@RBKfotball „Það er allt þess virði fyrst við komumst áfram, þó að maður sé með skurð og brotið nef,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson sem nefbrotnaði en skoraði samt í fyrsta leik sínum fyrir Rosenborg í tæpa þrjá mánuði. Ísak hafði ekki getað spilað fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla en sneri aftur til leiks í gær þegar Rosenborg sló út Crusaders frá Norður-Írlandi í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, með 3-2 sigri í framlengdum leik. Ísak kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo í framlengingunni, en um leið og hann skoraði skall hann saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði. Isak ofrer ALT for å få den ballen i mål pic.twitter.com/ocVFQzj3Gq— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 „Ég var að sjá mynd af þessu og sá að ég skall með höfuðið í höfuð markvarðarins. Ég hélt að þetta hefði verið olnboginn en á myndinni sést að það er höfuðið. En ég skoraði markið svo ég er glaður,“ sagði Ísak glaðbeittur í viðtali við heimasíðu Rosenborgar, ánægður með að vera farinn að spila aftur þrátt fyrir óhappið í gær. Bara brotið nef og skurður „Þetta hefur verið erfitt og svekkjandi, mikið af æfingum, en allt þess virði á endanum. Maður er að leggja hart að sér til að geta spilað fyrir framan fólkið hérna,“ sagði Ísak. - Nesen er brukket, men det er verdt det når vi går videre, sier Isak Thorvaldsson. Islendingen ofret nesen da han headet inn Rosenborgs andre i den dramatiske 3-2-seieren over Crusaders. pic.twitter.com/Ycx2Kt8O0n— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 Eflaust óttast einhverjir að Ísak þurfi tíma til að jafna sig eftir höggið í gær, sérstaklega þar sem að hann hefur verið svo lengi frá vegna höfuðmeiðsla, en Ísak ætlar sér að mæta Haugesund strax á sunnudaginn: „Ég held að þetta hafi ekki verið neinn heilahristingur, svo ég verð vonandi aftur með á sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og smáskurður við augað, en allt í góðu.“ Rosenborg mætir svo Hearts frá Skotlandi í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikurinn í Noregi í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ísak hafði ekki getað spilað fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla en sneri aftur til leiks í gær þegar Rosenborg sló út Crusaders frá Norður-Írlandi í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, með 3-2 sigri í framlengdum leik. Ísak kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo í framlengingunni, en um leið og hann skoraði skall hann saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði. Isak ofrer ALT for å få den ballen i mål pic.twitter.com/ocVFQzj3Gq— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 „Ég var að sjá mynd af þessu og sá að ég skall með höfuðið í höfuð markvarðarins. Ég hélt að þetta hefði verið olnboginn en á myndinni sést að það er höfuðið. En ég skoraði markið svo ég er glaður,“ sagði Ísak glaðbeittur í viðtali við heimasíðu Rosenborgar, ánægður með að vera farinn að spila aftur þrátt fyrir óhappið í gær. Bara brotið nef og skurður „Þetta hefur verið erfitt og svekkjandi, mikið af æfingum, en allt þess virði á endanum. Maður er að leggja hart að sér til að geta spilað fyrir framan fólkið hérna,“ sagði Ísak. - Nesen er brukket, men det er verdt det når vi går videre, sier Isak Thorvaldsson. Islendingen ofret nesen da han headet inn Rosenborgs andre i den dramatiske 3-2-seieren over Crusaders. pic.twitter.com/Ycx2Kt8O0n— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 Eflaust óttast einhverjir að Ísak þurfi tíma til að jafna sig eftir höggið í gær, sérstaklega þar sem að hann hefur verið svo lengi frá vegna höfuðmeiðsla, en Ísak ætlar sér að mæta Haugesund strax á sunnudaginn: „Ég held að þetta hafi ekki verið neinn heilahristingur, svo ég verð vonandi aftur með á sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og smáskurður við augað, en allt í góðu.“ Rosenborg mætir svo Hearts frá Skotlandi í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikurinn í Noregi í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira