Búið að hreinsa eitruðu Bjarnarklóna af lóð N1 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 22:05 Framkvæmdastjóri N1 segir að sér þyki miður að ekki hafi verið brugðist fyrr við á lóð fyrirtækisins í vesturbæ Reykjavíkur. Flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 hreinsaði eitraða plöntu, Bjarnakló, af lóð fyrirtækisins í Vesturbæ í morgun. Íbúi í hverfinu hefur árum saman kallað eftir aðgerðum en það var ekki fyrr en málið rataði í fjölmiðla að forsvarsmenn brugðust við. Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira