Ótrúleg úrslit þegar þýska stálið bráðnaði en draumur Marokkó rættist Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 12:06 Alexandra Popp fórnar höndum. Mark hennar gegn Suður-Kóreu dugði Þjóðverjum ekki til að halda áfram keppni. Getty/Chris Hyde Tvöfaldir heimsmeistarar Þýskalands þurfa í fyrsta sinn í sögunni að sætta sig við að komast ekki í útsláttarkeppni HM kvenna í fótbolta, eftir lokaleikina í riðlakeppni mótsins í Eyjaálfu í dag. Úrslitin réðust í H-riðli í dag þar sem Kólumbía og Marokkó fóru á endanum bæði áfram, eftir 1-0 sigur Marokkó gegn Kólumbíu. Þýskaland, sem er í 2. sæti heimslista FIFA, gerði aðeins 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu en hefði með sigri unnið riðilinn. Suður-Kórea hóf leikinn af miklum krafti og átti stangarskot áður en að So-Hyun Cho skoraði svo á 6. mínútu, eftir að rangstöðutaktík Þjóðverja brást. En þegar leið að lokum fyrri hálfleiks náði Þýskaland að jafna og að sjálfsögðu var það Alexandra Popp sem skoraði með skalla. Marokkó áfram í fyrsta sinn Hins vegar náði Marokkó einnig að skora rétt fyrir hálfleik, og komast í 1-0 gegn Kólumbíu. Staðan í hálfleik var því þannig að Kólumbía og Marokkó voru á leið upp úr riðlinum, bæði með 6 stig, en Þýskaland (4 stig) og Suður-Kórea (1 stig) ekki. Það var Anissa Lahmari sem skoraði mark Marokkó eftir að vítaspyrna Ghizlane Chebbak var varin. Leikmenn Morokkó ærðust af gleði eftir að hafa þurft að bíða úti á velli eftir því að leikur Þýskalands og Suður-Kóreu kláraðist.Getty/Paul Kane Sama staða hélst út seinni hálfleikinn. Popp náði reyndar að koma boltanum aftur í markið fyrir Þjóðverja snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og hún átti sömuleiðis skalla í þverslá strax í kjölfarið. Niðurstaðan er hins vegar sú að Kólumbía og Marokkó fara í 16-liða úrslitin, þar sem Kólumbía mætir liði Jamaíku en Marokkó leikur gegn Frakklandi, og fara báðir leikirnir fram á þriðjudaginn. Marokkó er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Kólumbía komst einnig í 16-liða úrslit árið 2015. Riðlakeppninni er nú lokið og hefjast 16-liða úrslitin á sunnudag. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli í dag þar sem Kólumbía og Marokkó fóru á endanum bæði áfram, eftir 1-0 sigur Marokkó gegn Kólumbíu. Þýskaland, sem er í 2. sæti heimslista FIFA, gerði aðeins 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu en hefði með sigri unnið riðilinn. Suður-Kórea hóf leikinn af miklum krafti og átti stangarskot áður en að So-Hyun Cho skoraði svo á 6. mínútu, eftir að rangstöðutaktík Þjóðverja brást. En þegar leið að lokum fyrri hálfleiks náði Þýskaland að jafna og að sjálfsögðu var það Alexandra Popp sem skoraði með skalla. Marokkó áfram í fyrsta sinn Hins vegar náði Marokkó einnig að skora rétt fyrir hálfleik, og komast í 1-0 gegn Kólumbíu. Staðan í hálfleik var því þannig að Kólumbía og Marokkó voru á leið upp úr riðlinum, bæði með 6 stig, en Þýskaland (4 stig) og Suður-Kórea (1 stig) ekki. Það var Anissa Lahmari sem skoraði mark Marokkó eftir að vítaspyrna Ghizlane Chebbak var varin. Leikmenn Morokkó ærðust af gleði eftir að hafa þurft að bíða úti á velli eftir því að leikur Þýskalands og Suður-Kóreu kláraðist.Getty/Paul Kane Sama staða hélst út seinni hálfleikinn. Popp náði reyndar að koma boltanum aftur í markið fyrir Þjóðverja snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og hún átti sömuleiðis skalla í þverslá strax í kjölfarið. Niðurstaðan er hins vegar sú að Kólumbía og Marokkó fara í 16-liða úrslitin, þar sem Kólumbía mætir liði Jamaíku en Marokkó leikur gegn Frakklandi, og fara báðir leikirnir fram á þriðjudaginn. Marokkó er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Kólumbía komst einnig í 16-liða úrslit árið 2015. Riðlakeppninni er nú lokið og hefjast 16-liða úrslitin á sunnudag.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira