Færeyjar á undan Íslandi að tryggja sér lið í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:59 Leikmenn KÍ fagna eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Häcken í gærkvöld, eftir framlengdan 3-3 leik. EPA/Adam Ihse Það ríkir þjóðhátíðarstemning í Færeyjum eftir tímamótasigur KÍ frá Klaksvík í einvíginu við Svíþjóðarmeistara Häcken í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Sigurinn kemur KÍ í 3. umferð, þar sem liðið mætir Noregsmeisturum Molde, en sigurinn hefur jafnframt í för með sér að sama hvernig fer þá mun færeyskt lið spila í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur. Hálfur milljarður í kassann Þannig hefur KÍ þegar tryggt sér að lágmarki 425 milljónir íslenskra króna endi liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, lægst skrifuðu Evrópukeppninnar (þar fást auk þess 72 milljónir fyrir hvern sigur og 24 milljónir fyrir jafntefli). Ef KÍ tapar gegn Molde fer liðið nefnilega í umspil um sæti í Evrópudeildinni, og ef það einvígi tapast einnig þá fer KÍ beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Færeysku meistararnir munu því enda í einhverri af Evrópukeppnunum þremur og eiga fyrir höndum afar áhugaverða mánuði með leikjum fram að jólum. Enn möguleikar fyrir tvö íslensk lið í ár Ísland bíður þess enn að íslenskt lið komist inn í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum og þarf enn að bíða eftir að Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Hins vegar er enn von um að íslenskt lið spili í Evrópukeppni í haust. Blikar fá annað tækifæri í einvígi sínu við Zrinjski Mostar frá Bosníu sem hefst í næstu viku, og ef það einvígi tapast fara Blikar í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá eru KA-menn 3-1 yfir í einvígi sínu við írska liðið Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og geta tryggt sig áfram með góðri frammistöðu á Írlandi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Færeyski boltinn Tengdar fréttir „Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31 Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Sigurinn kemur KÍ í 3. umferð, þar sem liðið mætir Noregsmeisturum Molde, en sigurinn hefur jafnframt í för með sér að sama hvernig fer þá mun færeyskt lið spila í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur. Hálfur milljarður í kassann Þannig hefur KÍ þegar tryggt sér að lágmarki 425 milljónir íslenskra króna endi liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, lægst skrifuðu Evrópukeppninnar (þar fást auk þess 72 milljónir fyrir hvern sigur og 24 milljónir fyrir jafntefli). Ef KÍ tapar gegn Molde fer liðið nefnilega í umspil um sæti í Evrópudeildinni, og ef það einvígi tapast einnig þá fer KÍ beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Færeysku meistararnir munu því enda í einhverri af Evrópukeppnunum þremur og eiga fyrir höndum afar áhugaverða mánuði með leikjum fram að jólum. Enn möguleikar fyrir tvö íslensk lið í ár Ísland bíður þess enn að íslenskt lið komist inn í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum og þarf enn að bíða eftir að Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Hins vegar er enn von um að íslenskt lið spili í Evrópukeppni í haust. Blikar fá annað tækifæri í einvígi sínu við Zrinjski Mostar frá Bosníu sem hefst í næstu viku, og ef það einvígi tapast fara Blikar í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá eru KA-menn 3-1 yfir í einvígi sínu við írska liðið Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og geta tryggt sig áfram með góðri frammistöðu á Írlandi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Færeyski boltinn Tengdar fréttir „Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31 Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31
Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00