Hópsöfnun fyrir HM en eru nú komnar í 16-liða úrslit Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 12:16 Deneisha Blackwood og Vyan Sampson fögnuðu innilega þegar Jamaíka komst í 16-liða úrslit í dag. Getty/Robert Cianflone Jamaíka gerði sér lítið fyrir og sló út Brasilíu á HM kvenna í fótbolta í dag, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð F-riðils. Stigið dugði Jamaíku til að fylgja Frakklandi sem vann riðilinn með 6-3 sigri á Panama. Jamaíka er því komin í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn í sögunni, rétt eins og Suður-Afríka fyrr í dag, en þetta er í annað sinn sem Jamaíka er með. Jamaíska liðið hefur enda þurft að berjast fyrir tilveru sinni, því að jamaíska knattspyrnusambandið ákvað að leggja það niður árið 2008, og reyndar aftur árið 2016, en liðið komst svo á HM 2019 og varð þá fyrsta kvennaliðið frá Karabíahafi til að ná því. Á meðal helstu baráttumanna fyrir kvennaliði Jamaíku hefur verið Cedella Marley, dóttir Bobs Marley, og sjóður sem hún kom á fót hefur samkvæmt grein ESPN fjármagnað æfingabúðir liðsins í aðdraganda HM. Móðir eins leikmanns í liðinu, Havönu Solaun, setti líka af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðu og þannig söfnuðust nokkrar milljónir til að hjálpa liðinu. HISTORY FOR JAMAICA!!!THE REGGAE GIRLZ ADVANCE TO THE ROUND 16 FOR THE FIRST TIME EVER pic.twitter.com/d72zCCD6QQ— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2023 Jamaíka hefur því þurft að berjast fyrir árangri sínum innan sem utan vallar en liðið er nú komið í 16-liða úrslit eins og fyrr segir, eftir að hafa skorað aðeins eitt mark á mótinu til þessa en ekki fengið eitt einasta á sig. Marta og stöllur hennar í brasilíska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Það ræðst á morgun hverjir andstæðingarnir í 16-liða úrslitunum verða en Jamaíka mætir sigurliði H-riðils, og Frakkar mæta liðinu úr 2. sæti. Í H-riðli er Kólumbía á toppnum með 6 stig en Marokkó og Þýskaland með 3 stig og Suður-Kórea án stiga, fyrir leikina á morgun þegar Suður-Kórea mætir Þýskalandi en Marokkó mætir Kólumbíu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Jamaíka er því komin í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn í sögunni, rétt eins og Suður-Afríka fyrr í dag, en þetta er í annað sinn sem Jamaíka er með. Jamaíska liðið hefur enda þurft að berjast fyrir tilveru sinni, því að jamaíska knattspyrnusambandið ákvað að leggja það niður árið 2008, og reyndar aftur árið 2016, en liðið komst svo á HM 2019 og varð þá fyrsta kvennaliðið frá Karabíahafi til að ná því. Á meðal helstu baráttumanna fyrir kvennaliði Jamaíku hefur verið Cedella Marley, dóttir Bobs Marley, og sjóður sem hún kom á fót hefur samkvæmt grein ESPN fjármagnað æfingabúðir liðsins í aðdraganda HM. Móðir eins leikmanns í liðinu, Havönu Solaun, setti líka af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðu og þannig söfnuðust nokkrar milljónir til að hjálpa liðinu. HISTORY FOR JAMAICA!!!THE REGGAE GIRLZ ADVANCE TO THE ROUND 16 FOR THE FIRST TIME EVER pic.twitter.com/d72zCCD6QQ— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2023 Jamaíka hefur því þurft að berjast fyrir árangri sínum innan sem utan vallar en liðið er nú komið í 16-liða úrslit eins og fyrr segir, eftir að hafa skorað aðeins eitt mark á mótinu til þessa en ekki fengið eitt einasta á sig. Marta og stöllur hennar í brasilíska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Það ræðst á morgun hverjir andstæðingarnir í 16-liða úrslitunum verða en Jamaíka mætir sigurliði H-riðils, og Frakkar mæta liðinu úr 2. sæti. Í H-riðli er Kólumbía á toppnum með 6 stig en Marokkó og Þýskaland með 3 stig og Suður-Kórea án stiga, fyrir leikina á morgun þegar Suður-Kórea mætir Þýskalandi en Marokkó mætir Kólumbíu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki