Sendu Ítali heim með sögulegum sigri en Svíar mæta Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 09:09 Hildah Magaia átti frábæran leik gegn Ítölum og stóran þátt í sögulegum sigri Suður-Afríku. Hér fagnar hún marki sínu. Getty/Katelyn Mulcahy Suður-Afríka tryggði sér með ævintýralegum hætti sæti í 16-liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta, í fyrsta sinn, með 3-2 sigri gegn Ítalíu. Liðið fylgir toppliði Svíþjóðar sem vann alla sína leiki í G-riðlinum. Svíþjóð mætir ríkjandi meisturum Bandaríkjanna í 16-liða úrslitunum en Suður-Afríka á fyrir höndum leik við Holland, og eru báðir leikirnir á sunnudaginn. Leikur Suður-Afríku og Ítalíu var frábær skemmtun, og þar sem Svíþjóð vann 2-0 gegn Argentínu var um úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni að ræða, þar sem Ítölum dugði þó jafntefli. Ótrúlegt sjálfsmark Og útlitið var um tíma gott fyrir Ítalíu. Arianna Caruso kom liðinu yfir úr víti á 11. mínútu en staðan varð jöfn tuttugu mínútum síðar þegar Benedetta Orsi skoraði óhemju slysalegt sjálfsmark. Orsi ætlaði, undir mjög lítilli pressu, að senda aftur á markvörð sinn en sú sending kom út eins og skot sem hafnaði í netinu. Og Orsi leit heldur ekki vel út í vörninni þegar Suður-Afríka komst yfir á 67. mínútu, með marki Hildah Magaia. Caruso náði hins vegar að jafna metin skömmu síðar eftir hornspyrnu og þá var aftur útlit fyrir að Ítalía væri að fara upp úr riðlinum. Sigurmark í uppbótartíma Suður-Afríka tryggði sér hins vegar dramatískan sigur í uppbótartíma með marki Thembi Kgatlana, eftir sendingu Magaia og frábæra sókn liðsins. Þar með spilar Suður-Afríka í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni, en liðið er á sínu öðru heimsmeistaramóti. Svíþjóð var tæknilega séð búin að vinna riðilinn fyrir leiki dagsins, en tryggði sér endanlega sigur með sigrinum á Argentínu. Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson skoruðu mörkin fyrir Svía sem þrátt fyrir sína miklu velgengni í riðlinum þurfa að mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira
Svíþjóð mætir ríkjandi meisturum Bandaríkjanna í 16-liða úrslitunum en Suður-Afríka á fyrir höndum leik við Holland, og eru báðir leikirnir á sunnudaginn. Leikur Suður-Afríku og Ítalíu var frábær skemmtun, og þar sem Svíþjóð vann 2-0 gegn Argentínu var um úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni að ræða, þar sem Ítölum dugði þó jafntefli. Ótrúlegt sjálfsmark Og útlitið var um tíma gott fyrir Ítalíu. Arianna Caruso kom liðinu yfir úr víti á 11. mínútu en staðan varð jöfn tuttugu mínútum síðar þegar Benedetta Orsi skoraði óhemju slysalegt sjálfsmark. Orsi ætlaði, undir mjög lítilli pressu, að senda aftur á markvörð sinn en sú sending kom út eins og skot sem hafnaði í netinu. Og Orsi leit heldur ekki vel út í vörninni þegar Suður-Afríka komst yfir á 67. mínútu, með marki Hildah Magaia. Caruso náði hins vegar að jafna metin skömmu síðar eftir hornspyrnu og þá var aftur útlit fyrir að Ítalía væri að fara upp úr riðlinum. Sigurmark í uppbótartíma Suður-Afríka tryggði sér hins vegar dramatískan sigur í uppbótartíma með marki Thembi Kgatlana, eftir sendingu Magaia og frábæra sókn liðsins. Þar með spilar Suður-Afríka í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni, en liðið er á sínu öðru heimsmeistaramóti. Svíþjóð var tæknilega séð búin að vinna riðilinn fyrir leiki dagsins, en tryggði sér endanlega sigur með sigrinum á Argentínu. Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson skoruðu mörkin fyrir Svía sem þrátt fyrir sína miklu velgengni í riðlinum þurfa að mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Sjá meira