Hraunflæði minnkar og vísbending um að goslok nálgist Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 06:37 Eldgosið við Litla-Hrút mun ekki vara lengi ef fram fer sem horfir. vísir/vilhelm Nýjar mælingar á hraunflæði frá eldgosinu við Litla-Hrút staðfesta að hraunrennslið fer stöðugt minnkandi. Niðurstöðurnar geta bent til þess að goslok séu í nánd. Eldgosið er orðið nokkru stærra en það sem varð í Meradölum í ágúst í fyrra. Þetta sýna niðurstöður sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti í gær en þær byggja á mælingum sem gerðar voru við gosstöðvarnar á mánudag. Mælingarnar sýndu að meðalhraunrennsli var um fimm rúmmetrar á sekúndu dagana 23. til 31. júlí. Miðað við þá þróun er reiknað með að hraunrennslið hafi verið komið niður í þrjá til fjóra rúmmetra á sekúndu í gær. Nýverið greindu vísindamenn frá því að ein til tvær vikur gætu liðið að goslokum ef þróunin heldur áfram með sama hætti. Þegar vísindamenn flugu yfir eldstöðvarnar á mánudag var hraunið orðið 1,5 ferkílómetri og rúmmál þess 15,9 milljón rúmmetrar. Hraunið var þá einungis rúmlega tíu prósent af flatarmáli þess sem kom upp með gosinu við Fagradalsfjall árið 2021. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að stækkun hraunsins síðustu viku hafi ekki verið mikil, en þó einkum austan til auk þess sem jaðarinn gekk fram um 200 til 300 metra í Meradölum. Þrátt fyrir minnkandi virkni er eldgosið enn mikið sjónarspil líkt sést á þessu myndum sem Björn Steinbekk náði á dögunum. Kvikugeymir að tæmast „Minnkandi rennsli á einsleitri kviku, líkt og nú er tilfellið við Litla-Hrút, er hægt að skýra með tæmingu á einangruðum kvikugeymi sem ekki endurhleðst af kviku úr möttli. Því er gosið í ár mjög ólíkt 2021 gosinu þegar kvikan streymdi beint úr möttli til yfirborðs og kvikuframleiðnin jókst eftir því sem leið á það gos. Þessar niðurstöður geta því bent til þess að goslok séu í nánd,“ segir í samantekt Jarðvísindastofnunar. Engar marktækar breytingar eru sagðar hafa orðið á efnasamsetningu hraunsins frá því gos hófst við Litla-Hrút þann 10. júlí. Líkist hraunkvikan mjög þeirri bráð sem gaus í Meradölum í fyrra en er ólík þeirri sem kom upp fyrstu mánuðina í gosinu árið 2021. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút haldi áfram að minnka og það taki svo enda. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefstreymi Vísis og mbl.is. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður. 1. ágúst 2023 19:01 Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53 Ótrúlegt sjónarspil við Litla Hrút Eldgosið í Litla-Hrút á Reykjanesskaga kann að vera senn á enda en um er að gera að njóta þess á meðan það er. Gosið er enn þá gríðarlega mikið sjónarspil eins og sjá má af þessum drónamyndum sem Björn Steinbekk tók. 31. júlí 2023 19:51 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti í gær en þær byggja á mælingum sem gerðar voru við gosstöðvarnar á mánudag. Mælingarnar sýndu að meðalhraunrennsli var um fimm rúmmetrar á sekúndu dagana 23. til 31. júlí. Miðað við þá þróun er reiknað með að hraunrennslið hafi verið komið niður í þrjá til fjóra rúmmetra á sekúndu í gær. Nýverið greindu vísindamenn frá því að ein til tvær vikur gætu liðið að goslokum ef þróunin heldur áfram með sama hætti. Þegar vísindamenn flugu yfir eldstöðvarnar á mánudag var hraunið orðið 1,5 ferkílómetri og rúmmál þess 15,9 milljón rúmmetrar. Hraunið var þá einungis rúmlega tíu prósent af flatarmáli þess sem kom upp með gosinu við Fagradalsfjall árið 2021. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að stækkun hraunsins síðustu viku hafi ekki verið mikil, en þó einkum austan til auk þess sem jaðarinn gekk fram um 200 til 300 metra í Meradölum. Þrátt fyrir minnkandi virkni er eldgosið enn mikið sjónarspil líkt sést á þessu myndum sem Björn Steinbekk náði á dögunum. Kvikugeymir að tæmast „Minnkandi rennsli á einsleitri kviku, líkt og nú er tilfellið við Litla-Hrút, er hægt að skýra með tæmingu á einangruðum kvikugeymi sem ekki endurhleðst af kviku úr möttli. Því er gosið í ár mjög ólíkt 2021 gosinu þegar kvikan streymdi beint úr möttli til yfirborðs og kvikuframleiðnin jókst eftir því sem leið á það gos. Þessar niðurstöður geta því bent til þess að goslok séu í nánd,“ segir í samantekt Jarðvísindastofnunar. Engar marktækar breytingar eru sagðar hafa orðið á efnasamsetningu hraunsins frá því gos hófst við Litla-Hrút þann 10. júlí. Líkist hraunkvikan mjög þeirri bráð sem gaus í Meradölum í fyrra en er ólík þeirri sem kom upp fyrstu mánuðina í gosinu árið 2021. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút haldi áfram að minnka og það taki svo enda. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefstreymi Vísis og mbl.is.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður. 1. ágúst 2023 19:01 Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53 Ótrúlegt sjónarspil við Litla Hrút Eldgosið í Litla-Hrút á Reykjanesskaga kann að vera senn á enda en um er að gera að njóta þess á meðan það er. Gosið er enn þá gríðarlega mikið sjónarspil eins og sjá má af þessum drónamyndum sem Björn Steinbekk tók. 31. júlí 2023 19:51 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður. 1. ágúst 2023 19:01
Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53
Ótrúlegt sjónarspil við Litla Hrút Eldgosið í Litla-Hrút á Reykjanesskaga kann að vera senn á enda en um er að gera að njóta þess á meðan það er. Gosið er enn þá gríðarlega mikið sjónarspil eins og sjá má af þessum drónamyndum sem Björn Steinbekk tók. 31. júlí 2023 19:51