Hraunflæði minnkar og vísbending um að goslok nálgist Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 06:37 Eldgosið við Litla-Hrút mun ekki vara lengi ef fram fer sem horfir. vísir/vilhelm Nýjar mælingar á hraunflæði frá eldgosinu við Litla-Hrút staðfesta að hraunrennslið fer stöðugt minnkandi. Niðurstöðurnar geta bent til þess að goslok séu í nánd. Eldgosið er orðið nokkru stærra en það sem varð í Meradölum í ágúst í fyrra. Þetta sýna niðurstöður sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti í gær en þær byggja á mælingum sem gerðar voru við gosstöðvarnar á mánudag. Mælingarnar sýndu að meðalhraunrennsli var um fimm rúmmetrar á sekúndu dagana 23. til 31. júlí. Miðað við þá þróun er reiknað með að hraunrennslið hafi verið komið niður í þrjá til fjóra rúmmetra á sekúndu í gær. Nýverið greindu vísindamenn frá því að ein til tvær vikur gætu liðið að goslokum ef þróunin heldur áfram með sama hætti. Þegar vísindamenn flugu yfir eldstöðvarnar á mánudag var hraunið orðið 1,5 ferkílómetri og rúmmál þess 15,9 milljón rúmmetrar. Hraunið var þá einungis rúmlega tíu prósent af flatarmáli þess sem kom upp með gosinu við Fagradalsfjall árið 2021. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að stækkun hraunsins síðustu viku hafi ekki verið mikil, en þó einkum austan til auk þess sem jaðarinn gekk fram um 200 til 300 metra í Meradölum. Þrátt fyrir minnkandi virkni er eldgosið enn mikið sjónarspil líkt sést á þessu myndum sem Björn Steinbekk náði á dögunum. Kvikugeymir að tæmast „Minnkandi rennsli á einsleitri kviku, líkt og nú er tilfellið við Litla-Hrút, er hægt að skýra með tæmingu á einangruðum kvikugeymi sem ekki endurhleðst af kviku úr möttli. Því er gosið í ár mjög ólíkt 2021 gosinu þegar kvikan streymdi beint úr möttli til yfirborðs og kvikuframleiðnin jókst eftir því sem leið á það gos. Þessar niðurstöður geta því bent til þess að goslok séu í nánd,“ segir í samantekt Jarðvísindastofnunar. Engar marktækar breytingar eru sagðar hafa orðið á efnasamsetningu hraunsins frá því gos hófst við Litla-Hrút þann 10. júlí. Líkist hraunkvikan mjög þeirri bráð sem gaus í Meradölum í fyrra en er ólík þeirri sem kom upp fyrstu mánuðina í gosinu árið 2021. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút haldi áfram að minnka og það taki svo enda. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefstreymi Vísis og mbl.is. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður. 1. ágúst 2023 19:01 Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53 Ótrúlegt sjónarspil við Litla Hrút Eldgosið í Litla-Hrút á Reykjanesskaga kann að vera senn á enda en um er að gera að njóta þess á meðan það er. Gosið er enn þá gríðarlega mikið sjónarspil eins og sjá má af þessum drónamyndum sem Björn Steinbekk tók. 31. júlí 2023 19:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti í gær en þær byggja á mælingum sem gerðar voru við gosstöðvarnar á mánudag. Mælingarnar sýndu að meðalhraunrennsli var um fimm rúmmetrar á sekúndu dagana 23. til 31. júlí. Miðað við þá þróun er reiknað með að hraunrennslið hafi verið komið niður í þrjá til fjóra rúmmetra á sekúndu í gær. Nýverið greindu vísindamenn frá því að ein til tvær vikur gætu liðið að goslokum ef þróunin heldur áfram með sama hætti. Þegar vísindamenn flugu yfir eldstöðvarnar á mánudag var hraunið orðið 1,5 ferkílómetri og rúmmál þess 15,9 milljón rúmmetrar. Hraunið var þá einungis rúmlega tíu prósent af flatarmáli þess sem kom upp með gosinu við Fagradalsfjall árið 2021. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að stækkun hraunsins síðustu viku hafi ekki verið mikil, en þó einkum austan til auk þess sem jaðarinn gekk fram um 200 til 300 metra í Meradölum. Þrátt fyrir minnkandi virkni er eldgosið enn mikið sjónarspil líkt sést á þessu myndum sem Björn Steinbekk náði á dögunum. Kvikugeymir að tæmast „Minnkandi rennsli á einsleitri kviku, líkt og nú er tilfellið við Litla-Hrút, er hægt að skýra með tæmingu á einangruðum kvikugeymi sem ekki endurhleðst af kviku úr möttli. Því er gosið í ár mjög ólíkt 2021 gosinu þegar kvikan streymdi beint úr möttli til yfirborðs og kvikuframleiðnin jókst eftir því sem leið á það gos. Þessar niðurstöður geta því bent til þess að goslok séu í nánd,“ segir í samantekt Jarðvísindastofnunar. Engar marktækar breytingar eru sagðar hafa orðið á efnasamsetningu hraunsins frá því gos hófst við Litla-Hrút þann 10. júlí. Líkist hraunkvikan mjög þeirri bráð sem gaus í Meradölum í fyrra en er ólík þeirri sem kom upp fyrstu mánuðina í gosinu árið 2021. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút haldi áfram að minnka og það taki svo enda. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefstreymi Vísis og mbl.is.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður. 1. ágúst 2023 19:01 Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53 Ótrúlegt sjónarspil við Litla Hrút Eldgosið í Litla-Hrút á Reykjanesskaga kann að vera senn á enda en um er að gera að njóta þess á meðan það er. Gosið er enn þá gríðarlega mikið sjónarspil eins og sjá má af þessum drónamyndum sem Björn Steinbekk tók. 31. júlí 2023 19:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Rannsaka áhrif hraunsins á innviði undir og yfir yfirborði Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraun renni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar á að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvægi innviði sem liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Aldrei hafa slíkar rannsóknir verið gerðir áður. 1. ágúst 2023 19:01
Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1. ágúst 2023 10:53
Ótrúlegt sjónarspil við Litla Hrút Eldgosið í Litla-Hrút á Reykjanesskaga kann að vera senn á enda en um er að gera að njóta þess á meðan það er. Gosið er enn þá gríðarlega mikið sjónarspil eins og sjá má af þessum drónamyndum sem Björn Steinbekk tók. 31. júlí 2023 19:51