Innlent

Heil­brigðis- og öldrunar­­þjónusta mikil­­vægust að mati Ís­­lendinga

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
2.300 manns, átján ára og eldri, tóku þátt í könnuninni.
2.300 manns, átján ára og eldri, tóku þátt í könnuninni. Vísir/Vilhelm

Að mati sextíu prósent Íslendinga er heilbrigðis- og öldrunarþjónusta mikilvægasti stefnumálaflokkurinn sem stjórnmálaflokkar leggi áherslu á, samkvæmt nýrri könnun Prósentu.

Í júní og júlí framkvæmdi þekkingarfyrirtækið Prósent könnun þar sem þátttakendur voru spurðir hvaða stefnumál þeim fyndist mikilvægast að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á í dag. 

Þátttakendur gátu valið allt að fimm atriði úr tuttugu valmöguleikum.

Stefnumálaflokkarnir eftir mikilvægi að mati þátttakenda. Prósent

Málaflokkurinn húsnæðis- og öldrunarþjónusta var sá mikilvægasti að mati flestra, sextíu prósent þátttakenda. Þar á eftir komu efnahagsmál með 48 prósent þátttakenda, því næst verðbólga með 47 prósent og svo húsnæðis- og lóðamál, einnig með 47 prósent.

Mikilvægustu stefnumálaflokkar eftir því hvaða stjórnmálaflokk svarendur myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag.Prósent

Á myndinni að ofan má sjá að flestir þeirra sem myndu kjósa Flokk fólksins, Sósíalistaflokkinn, Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn, Pírata og Vinstri græn segja heilbrigðis- og öldrunarþjónustu mikilvægasta stefnumálaflokkinn. 

Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn, Viðreisn eða Sjálfstæðisflokkinn leggja hins vegar mesta áherslu á efnahagsmál og verðbólgu, en þeir tveir málaflokkar eru í efstu tveimur sætum hjá öllum þremur flokkunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×