Frá þessu greinir slökkvilið Vestmannaeyja á Facebook. Þar segir að of miklu timbri hafi verið bætt á lítið eldstæði með þeim afleiðingum að nálægur gróður logaði.
„Þarna hefði getað farið mjög illa ef eldurinn hefði náð sér á strik í þurrum gróðrinum og mosanum hrauninu.“
Tilmælin frá slökkviliði Vestmannaeyja eru skýr:
„Best er því að sleppa því alfarið að kveikja upp og þá sérstaklega í svona þurrkatíð eins og verið hefur síðasta mánuðinn en að öðrum kosti að hafa alltaf slökkvitæki eða vatn við hendina til að bregðast við og slökkva í áður en farið er af vettvangi. Einnig þarf að ganga úr skugga um að eldstæði og nánasta umhverfi sé tryggt og ekki sé hætta á að eldur geti borist í gróður eða aðra viðkvæma hluti.“
