Bandaríkin stálheppin að fylgja Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 09:00 Danielle Van De Donk skoraði fimmta mark Hollendinga í stórsigrinum gegn Víetnam. Getty/Lars Baron Holland tryggði sér sigur í E-riðli á HM kvenna í fótbolta í dag, með stórsigri gegn Víetnam, en Bandaríkin voru stálheppinn að falla ekki úr keppni í viðureign sinni við Íslandsbanana í Portúgal. Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira