Bandaríkin stálheppin að fylgja Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 09:00 Danielle Van De Donk skoraði fimmta mark Hollendinga í stórsigrinum gegn Víetnam. Getty/Lars Baron Holland tryggði sér sigur í E-riðli á HM kvenna í fótbolta í dag, með stórsigri gegn Víetnam, en Bandaríkin voru stálheppinn að falla ekki úr keppni í viðureign sinni við Íslandsbanana í Portúgal. Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira