Fabinho í hóp stjarnanna í Sádi-Arabíu og fimm miðjumenn hafa kvatt Anfield Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 08:00 Fabinho er farinn til Sádi-Arabíu. Getty/James Williamson Liverpool hefur selt brasilíska miðjumanninn Fabinho til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu og þar með hafa fimm miðjumenn kvatt enska knattspyrnufélagið í sumar. Stjörnunum fjölgar að sama skapi enn í sádiarabísku deildinni. Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Sjá meira
Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Sjá meira