Fabinho í hóp stjarnanna í Sádi-Arabíu og fimm miðjumenn hafa kvatt Anfield Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 08:00 Fabinho er farinn til Sádi-Arabíu. Getty/James Williamson Liverpool hefur selt brasilíska miðjumanninn Fabinho til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu og þar með hafa fimm miðjumenn kvatt enska knattspyrnufélagið í sumar. Stjörnunum fjölgar að sama skapi enn í sádiarabísku deildinni. Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira