Hleðslustöðvaskortur Sauðkrækinga leystur fyrir landsmót Bjarki Sigurðsson skrifar 31. júlí 2023 11:41 Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Vísir/Egill Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um helgina. Framkvæmdastjóri mótsins gerir ráð fyrir því að fólksfjöldi bæjarins þrefaldist yfir helgina sem reynir á ýmsa innviði, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Þetta verður í 24. skiptið sem mótið fer fram en í fjórða sinn sem það fer fram á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir því að eitt til tvö þúsund krakkar taki þátt og fylgja foreldrar þeirra með enda mikil fjölskylduhátíð. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir alla eiga eftir að finna eitthvað sér við hæfi. „Það ætti engum að leiðast og það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi og það eiga allir að vera á sínum forsendum,“ segir Ómar. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta er fjölskylduhátíð. Íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þannig við viljum að þarna sé fjölskyldan saman í góðu umhverfi og íþróttir skipa stóran sess, stærstan sess af dagskránni. En það er mikið, mikið annað en íþróttir. Það eru ekki allir sem eru þar en það eiga allir að finna einhver verkefni við sitt hæfi á mótinu, alveg klárlega.“ Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri mótsins. Íbúar á Króknum hafa rætt sín á milli um skort á almennum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í bænum en einungis ein slík er til staðar. Ómar segir það vandamál, líkt og öll önnur sem upp koma við skipulagningu, hafa verið leyst. „En til þess erum við að skipuleggja þetta mót. Við verðum með sjö eða átta stöðvar sem verða settar upp á tjaldsvæðinu. Það eru allir sem eru að leysa svona vandamál og vilja að gestir okkar upplifi það vel að koma hingað. Vissulega höfðum við áhyggjur í upphafi en þá förum við bara í verkið og leysum það,“ segir Ómar. Skagafjörður Íþróttir barna Börn og uppeldi Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þetta verður í 24. skiptið sem mótið fer fram en í fjórða sinn sem það fer fram á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir því að eitt til tvö þúsund krakkar taki þátt og fylgja foreldrar þeirra með enda mikil fjölskylduhátíð. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir alla eiga eftir að finna eitthvað sér við hæfi. „Það ætti engum að leiðast og það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi og það eiga allir að vera á sínum forsendum,“ segir Ómar. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta er fjölskylduhátíð. Íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þannig við viljum að þarna sé fjölskyldan saman í góðu umhverfi og íþróttir skipa stóran sess, stærstan sess af dagskránni. En það er mikið, mikið annað en íþróttir. Það eru ekki allir sem eru þar en það eiga allir að finna einhver verkefni við sitt hæfi á mótinu, alveg klárlega.“ Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri mótsins. Íbúar á Króknum hafa rætt sín á milli um skort á almennum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í bænum en einungis ein slík er til staðar. Ómar segir það vandamál, líkt og öll önnur sem upp koma við skipulagningu, hafa verið leyst. „En til þess erum við að skipuleggja þetta mót. Við verðum með sjö eða átta stöðvar sem verða settar upp á tjaldsvæðinu. Það eru allir sem eru að leysa svona vandamál og vilja að gestir okkar upplifi það vel að koma hingað. Vissulega höfðum við áhyggjur í upphafi en þá förum við bara í verkið og leysum það,“ segir Ómar.
Skagafjörður Íþróttir barna Börn og uppeldi Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32