Ástralar unnu 4-0 sigur á Ólympíumeisturum Kanada í Melbourne og á sama tíma gerðu Nígería og Írland markalaust jafntefli.
Sigur ástralska liðsins var sannfærandi en jafntefli eftir dugað þeim kanadísku til að komast áfram á kostnað heimakvenna í Ástralíu.
Ástralía vinnur riðilinn með sex stig, Nígería er með fimm stig, Kanada með fjögur stig og Írland rak lestina með eitt stig.
Hayley Raso kom Ástralíu í 1-0 á sextándu mínútu og létti af mikilli pressu af liðinu. Raso skoraði með laglegu skoti eftir að Kanada mistókst að hreinsa frá fyrirgjöf frá Steph Catley.
Mary Fowler hélt hún hefði komið Ástralíu í 2-0 á 34. mínútu en löngu eftir markið komust myndbandsdómarar af því að það hefði verið rangstaða í aðdraganda marksins.
Það tók þær hins vegar ekki langan tíma að bæta við marki þegar Raso skoraði sitt annað mark í leiknum af mjög stuttu færi eftir hornspyrnu.
Fowler skoraði síðan sjálf löglegt mark á 57. mínútu þegar hún skoraði af stuttu færi. Tæpur klukkutími liðinn og úrslitin ráðin.
Kanada náði ekki að minnka muninn og ógna eitthvað forystu þeirra áströlsku. Ástralía skoraði síðan fjórða markið í uppbótatíma þegar Steph Catley skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir aðstoð frá myndbandsdómurum leiksins.