Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri verslunarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að til standi að loka versluninni í ágúst. Hann segist ekki vilja tjá sig frekar um málið en segir að tilkynnt verði með góðum fyrirvara hvaða dag verslunin muni loka.
Eins og áður hefur komið fram var verslunin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hún hefur verið opin allan sólarhringinn, án starfsmanna og nýta viðskiptavinir sér sérstakt smáforrit í snjallsíma til að greiða fyrir vörur.
Fréttastofa fjallaði um opnun verslunarinnar í fyrra. Þá sagði Þórður að slíkt fyrirkomulag snjallhverfisverslana hefði gefið góða raun á norðurlöndum.