Fótbolti

PSG ætlar að stela Højlund af United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rasmus Højlund er eftirsóttur.
Rasmus Højlund er eftirsóttur. getty/Emilio Andreoli

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa blandað sér í baráttuna um danska framherjann Rasmus Højlund sem leikur með Atalanta á Ítalíu.

Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá Højlund og Erik ten Hag, knattspyrnustjóri liðsins, vonast til að geta gengið frá kaupunum á honum áður en tímabilið hefst.

United hefur nú fengið samkeppni um Højlund frá PSG. Frönsku meistararnir hafa gert Atalanta tilboð í Danann sem hljóðar upp á 42,8 milljónir punda. Boltinn er því núna hjá Atalanta.

Højlund kom til Atalanta frá Sturm Graz í fyrra. Á síðasta tímabili skoraði þessi tvítugi framherji tíu mörk fyrir Atalanta.

Højlund hefur skorað sex mörk í sex leikjum fyrir danska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×