Fyrir hvaða lið Lukaku muni spila á næsta tímabili hefur verið mikið í fréttum. Lukaku var á láni hjá Inter á síðasta tímabili en hann og Martínez voru einnig liðsfélagar hjá Inter árið 2019-2021.
Inter vildi halda Lukaku en málin flæktust verulega þegar það fréttist að kappinn væri einnig að ræða við Juventus.
Martínez sagði sína skoðun á málinu í viðtali við Gazzetta.
„Romelu olli mér vonbrigðum. Ég reyndi að hringja í hann þá daga sem allt ruglið gekk yfir. En hann svaraði hvorki mér né öðrum liðsfélögum.“
Lukaku er leikmaður Chelsea eins og sakir standa en félagið vill losna við hann.