Það dró til tíðinda strax á fjórðu mínútu leiksins þegar að Katie McCabe skoraði magnað mark beint úr hornspyrnu.
Þannig stóðu leikar allt þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar að Írinn Megan Connolly varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Á 53. Mínútu barst boltinn svo til Adriönu Leon, innan vítateigs Írlands og kom hún boltanum í netið og um leið Kanada yfir í leiknum.
Reyndist það lokamark leiksins en með sigrinum lyftir Kanada sér upp fyrir Ástralíu á topp B-riðils með fjögur stig. Ástralía getur hins vegar gert toppsætið að sínu strax á morgun þegar að liðið tekur á móti Nígeríu.
Írar eru án stiga á botni riðilsins og Nígería í þriðja sæti með eitt stig.