Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 06:42 Edda Björk og dóttir hennar, Ragnheiður Bríet, í sumarbústað fjölskyldunnar með dalmatíuhunda þeirra. Edda Björk stendur í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn sem lýtur að þremur sonum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. Edda Björk greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Forræðisdeila Eddu við barnsföður sinn hefur verið þó nokkuð í fjölmiðlum. Í fyrra flaug Edda með einkaflugvél frá Íslandi til Noregs og náði í þrjá syni sína, í óþökk föður þeirra, og kom með þá til Íslands. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, er búsettur í Noregi og fer einn með forsjá þeirra og eru þeir með lögheimili hjá honum. Í umfjöllun mbl um málið var greint frá því að samkvæmt norskum dómsúrskurði megi Edda aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir senn og þau skulu tala saman á norsku. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og færðir aftur til föður síns í Noregi. Edda hefur kært þá niðurstöðu íslenskra dómstóla til Mannréttindadómstóls Evrópu. Bréf frá norsku lögreglunni Edda segir í færslunni í gær að lögmaður sinn í Noregi hafi fengið bréf frá lögreglunni í Noregi þess efnis að reynt hafi verið að stefnu Eddu til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9. og 10. ágúst. Bréfið sem lögrelan í Noregi sendi lögmanni Eddu Bjarkar.Facebook Þar sem ekki hafi tekist að birta henni stefnu hafi yfirvöld nú sent íslenskri lögreglu beiðni um að handtaka Eddu og framselja hana til Noregs. Edda fullyrðir sjálf í færslunni að yfirvöld í Noregi hafi hvorki reynt að birta sér stefnu né spurt hana hvort hún hygðist mæta á réttarhöldin. Hún segir að einfalt sé að hafa samband við lögmenn hennar en það hafi heldur ekki verið gert fyrr en nú. Jafnframt segir Edda að norska lögreglan hafi óskað eftir því að skýrsla yrði tekin af henni, íslensk lögregla hafi haft samband við hana og hún mætt strax daginn eftir. Hún segir lögregluna því ekki hafa slæma reynslu af henni. Facebook-færslu Eddu Bjarkar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Edda Björk greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Forræðisdeila Eddu við barnsföður sinn hefur verið þó nokkuð í fjölmiðlum. Í fyrra flaug Edda með einkaflugvél frá Íslandi til Noregs og náði í þrjá syni sína, í óþökk föður þeirra, og kom með þá til Íslands. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, er búsettur í Noregi og fer einn með forsjá þeirra og eru þeir með lögheimili hjá honum. Í umfjöllun mbl um málið var greint frá því að samkvæmt norskum dómsúrskurði megi Edda aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir senn og þau skulu tala saman á norsku. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og færðir aftur til föður síns í Noregi. Edda hefur kært þá niðurstöðu íslenskra dómstóla til Mannréttindadómstóls Evrópu. Bréf frá norsku lögreglunni Edda segir í færslunni í gær að lögmaður sinn í Noregi hafi fengið bréf frá lögreglunni í Noregi þess efnis að reynt hafi verið að stefnu Eddu til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9. og 10. ágúst. Bréfið sem lögrelan í Noregi sendi lögmanni Eddu Bjarkar.Facebook Þar sem ekki hafi tekist að birta henni stefnu hafi yfirvöld nú sent íslenskri lögreglu beiðni um að handtaka Eddu og framselja hana til Noregs. Edda fullyrðir sjálf í færslunni að yfirvöld í Noregi hafi hvorki reynt að birta sér stefnu né spurt hana hvort hún hygðist mæta á réttarhöldin. Hún segir að einfalt sé að hafa samband við lögmenn hennar en það hafi heldur ekki verið gert fyrr en nú. Jafnframt segir Edda að norska lögreglan hafi óskað eftir því að skýrsla yrði tekin af henni, íslensk lögregla hafi haft samband við hana og hún mætt strax daginn eftir. Hún segir lögregluna því ekki hafa slæma reynslu af henni. Facebook-færslu Eddu Bjarkar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann
Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann
Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira