Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2023 22:50 María og Ryan vörðu jólunum saman á Íslandi árið 2021 eftir að hún veikist á leið heim til Bandaríkjanna. Úr einkasafni Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi. „Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar. Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar.
Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12