Stal brimbretti af barni og almennt með stæla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2023 22:40 Ekki fannst betri mynd af otrinum, enda sjaldan kyrr. Hér liggur hann og hugsar eflaust ekki um neitt annað en brimbretti. AP Photo/Haven Daley) Ágengur otur hefur verið til vandræða á Santa Cruz ströndinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Oturinn stelur brimbrettum af fólki sem hann svo nagar sér til skemmtunar. Í myndbandsfréttinni hér að neðan má sjá otur hrekja barn af brimbretti og reyna að synda með brettið á brott. Otrar sjást oft á svæðinu þar sem þeir keppast við að gera brimbrettaköppum lífið leitt með því að naga í brettin, en þessi tiltekni otur er sagður ganga lengra en félagar sínir og þykir sérstaklega ágengur. „Þegar fólk brunar á brimbretti hér eru otrar á staðnum. Þeir naga ólarnar og klifra upp á brimbrettin. En þessi otur virtist skæður þegar hann elti strákinn,“ segir Hank Scott, brimbrettakappi. Vandamálið er orðið svo þrálátt að tilefni hefur þótt til að vara við þessum eina otri. Hann ólst upp í haldi en var sleppt út í náttúruna árið 2020. „Þessi otur er með senditæki svo við getum hlustað á merkið frá henni. Þá getum við séð hvar hún er. Hún er líka með merki á bægslinu svo við getum séð hana úr fjarlægð,“ sagði Jessica Fujii, hjá Sea Otter samtökunum. Reyna að lokka hann með brimbretti Dýralífsyfirvöld hafa gert nokkrar tilraunir til að fanga hann og koma af svæðinu án árangurs. „Það er ekki hægt að kasta neti yfir hana í sjónum. Það er ekki hægt að svæfa hana því þá gæti hún drukknað. Þeir þurfa nauðsynlega að ná henni. Þeir hafa notað bretti með beitu. Kafari fer í sjóinn og dregur bretti sem hún klifrar upp á. Kafarinn syndir með brettið að bátnum. Þegar brettið nálgast bátinn stingur hún sér í sjóinn,“ Mark Woodward, ljósmyndari. Dýr Bandaríkin Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Í myndbandsfréttinni hér að neðan má sjá otur hrekja barn af brimbretti og reyna að synda með brettið á brott. Otrar sjást oft á svæðinu þar sem þeir keppast við að gera brimbrettaköppum lífið leitt með því að naga í brettin, en þessi tiltekni otur er sagður ganga lengra en félagar sínir og þykir sérstaklega ágengur. „Þegar fólk brunar á brimbretti hér eru otrar á staðnum. Þeir naga ólarnar og klifra upp á brimbrettin. En þessi otur virtist skæður þegar hann elti strákinn,“ segir Hank Scott, brimbrettakappi. Vandamálið er orðið svo þrálátt að tilefni hefur þótt til að vara við þessum eina otri. Hann ólst upp í haldi en var sleppt út í náttúruna árið 2020. „Þessi otur er með senditæki svo við getum hlustað á merkið frá henni. Þá getum við séð hvar hún er. Hún er líka með merki á bægslinu svo við getum séð hana úr fjarlægð,“ sagði Jessica Fujii, hjá Sea Otter samtökunum. Reyna að lokka hann með brimbretti Dýralífsyfirvöld hafa gert nokkrar tilraunir til að fanga hann og koma af svæðinu án árangurs. „Það er ekki hægt að kasta neti yfir hana í sjónum. Það er ekki hægt að svæfa hana því þá gæti hún drukknað. Þeir þurfa nauðsynlega að ná henni. Þeir hafa notað bretti með beitu. Kafari fer í sjóinn og dregur bretti sem hún klifrar upp á. Kafarinn syndir með brettið að bátnum. Þegar brettið nálgast bátinn stingur hún sér í sjóinn,“ Mark Woodward, ljósmyndari.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira