Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2023 19:15 Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira