Andri Fannar er hornamaður og leikur með U18 ára landsliði Íslands sem er á leið á HM í Króatíu. Hann lék 20 leiki á síðustu leiktíð og skoraði fimm mörk, þá skoraði hann 29 mörk í 10 leikjum með U-liði Hauka í Grill-66 deildinni.
Ágúst Ingi spilar sem skytta og raðaði inn mörkum með U-liði Hauka. Hann skoraði 111 mörk í 18 leikjum þar sem og tvo í Olís-deildinni.
Grótta endaði í 9. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð á meðan Haukar fóru alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ÍBV eftir að hafa endað í 8. sæti deildarkeppninnar.