Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 07:46 Breki segir fjölgun stöðva hafa fylgt notkun en stundum myndist álagspunktar, svo sem á stórum ferðahelgum. Orkuveita Reykjavíkur Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að. „Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu. Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu.
Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira