Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júlí 2023 08:11 Barber segist ekki óttast dauðann en hann sé hræddur við aðferðina sem yfirvöld hyggjast nota til að taka hann af lífi. Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. Barber sló hina 75 ára Dorothy „Dottie“ Epps ítrekað með hamri árið 2021, undir áhrifum kókaíns, verkjalyfja og áfengis. Hann var áður í sambandi með dóttur Epps, sem segist hafa fyrirgefið honum. „Ég er þreytt Jimmy,“ sagði Sarah Gregory í opnu bréfi til Barber. „Ég er þreytt. Ég er þreytt á því að þurfa að bera þennan sársauka, hatur og reiði í hjartanu. Ég get þetta ekki lengur. Ég verð að gera þetta og fyrirgefa þér í alvöru.“ Yfirvöld í Alabama hyggjast engu að síður taka Barber af lífi, þrátt fyrir að hafa þurft að falla frá tveimur aftökum í fyrra og að sú þriðja hafi tekið þrjár og hálfa klukkustund. Ýmis baráttusamtök og aðgerðasinnar hafa harðlega mótmælt ákvörðun yfirvalda. Þau segja að notkun lyfja við aftökur eigi að gefa þeim læknisfræðilegt yfirbragð en lyfin hafi alls ekki verið þróuð með aftökur í huga og ítrekað farið úrskeðis. Þrátt fyrir þetta hafi dómstólar ekki viljað taka undir það að um sé að ræða „grimmilega og óvenjulega“ refsingu, sem séu bannaðar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafa samtökin gagnrýnt rannsókn sem efnt var til í eftir aftökurnar í fyrra en var ekki framkvæmd af óháðum aðila. Yfirvöld segja þrjár breytingar hafa verið gerðar í kjölfarið en tvær vörðuðu starfsmannamál, það er að segja að þeim sem stóðu að aftökunum í fyrra var skipt út fyrir aðra. Þriðja fólst í því að gefa ríkinu sex tíma til viðbótar til að ljúka aftökunni, til að aflétta „óþarfa þrýstingi sökum tíma“. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Barber sló hina 75 ára Dorothy „Dottie“ Epps ítrekað með hamri árið 2021, undir áhrifum kókaíns, verkjalyfja og áfengis. Hann var áður í sambandi með dóttur Epps, sem segist hafa fyrirgefið honum. „Ég er þreytt Jimmy,“ sagði Sarah Gregory í opnu bréfi til Barber. „Ég er þreytt. Ég er þreytt á því að þurfa að bera þennan sársauka, hatur og reiði í hjartanu. Ég get þetta ekki lengur. Ég verð að gera þetta og fyrirgefa þér í alvöru.“ Yfirvöld í Alabama hyggjast engu að síður taka Barber af lífi, þrátt fyrir að hafa þurft að falla frá tveimur aftökum í fyrra og að sú þriðja hafi tekið þrjár og hálfa klukkustund. Ýmis baráttusamtök og aðgerðasinnar hafa harðlega mótmælt ákvörðun yfirvalda. Þau segja að notkun lyfja við aftökur eigi að gefa þeim læknisfræðilegt yfirbragð en lyfin hafi alls ekki verið þróuð með aftökur í huga og ítrekað farið úrskeðis. Þrátt fyrir þetta hafi dómstólar ekki viljað taka undir það að um sé að ræða „grimmilega og óvenjulega“ refsingu, sem séu bannaðar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hafa samtökin gagnrýnt rannsókn sem efnt var til í eftir aftökurnar í fyrra en var ekki framkvæmd af óháðum aðila. Yfirvöld segja þrjár breytingar hafa verið gerðar í kjölfarið en tvær vörðuðu starfsmannamál, það er að segja að þeim sem stóðu að aftökunum í fyrra var skipt út fyrir aðra. Þriðja fólst í því að gefa ríkinu sex tíma til viðbótar til að ljúka aftökunni, til að aflétta „óþarfa þrýstingi sökum tíma“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira