Guðjón Pétur var ekki með kynþáttaníð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 17:37 Guðjón Pétur fagnar í leik með Grindavík fyrr í sumar. mynd/petra rós Mikil læti voru eftir leik Gróttu og Grindavíkur í Lengjudeild karla á Seltjarnarnesinu á sunnudag. Málið hafnaði á borði aganefndar KSÍ í gær. Grindvíkingurinn Guðjón Pétur Lýðsson var sagður hafa setið fyrir leikmanni Gróttu við búningsklefana og í kjölfarið upphófust mikil læti þar sem margir komu við sögu. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg,“ sagði Guðjón Pétur við Vísi eftir leik. „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu.“ Vísir fékk í kjölfarið nokkrar ábendingar um að Ívan Óli Santos, leikmaður Gróttu, hefði verið beittur kynþáttaníði í látunum. Í upprunalegri frétt Vísis um málið var sagt að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur væri sá seki þar. Það var dregið til baka í uppfærðri frétt daginn eftir og Vísir hefur nú sannreynt að Guðjón kom þar hvergi nærri. Íþróttadeild biður Guðjón Pétur afsökunar á því að hafa dregið nafn hans í þann anga málsins á því stigi. Dómur í málinu á morgun Vísir hefur talað við fjölda manns vegna málsins. Einhverjir sem voru í átökunum töldu sig hafa heyrt kynþáttaníð en geta ekki bent á hvaðan það kom enda voru margir í hasarnum eins og áður segir. Sá angi málsins var heldur ekki til umfjöllunar hjá aganefnd í gær og verður ekki meira aðhafst vegna meints kynþáttaníðs af hálfu félaganna. Slagsmálin voru aftur á móti á borði aganefndar og hafa félögin verið beðin um skila greinargerð vegna þeirra. Úrskurður aganefndar út af hasarnum ætti að liggja fyrir á morgun. Lengjudeild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55 Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51 Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Sjá meira
Grindvíkingurinn Guðjón Pétur Lýðsson var sagður hafa setið fyrir leikmanni Gróttu við búningsklefana og í kjölfarið upphófust mikil læti þar sem margir komu við sögu. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg,“ sagði Guðjón Pétur við Vísi eftir leik. „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu.“ Vísir fékk í kjölfarið nokkrar ábendingar um að Ívan Óli Santos, leikmaður Gróttu, hefði verið beittur kynþáttaníði í látunum. Í upprunalegri frétt Vísis um málið var sagt að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur væri sá seki þar. Það var dregið til baka í uppfærðri frétt daginn eftir og Vísir hefur nú sannreynt að Guðjón kom þar hvergi nærri. Íþróttadeild biður Guðjón Pétur afsökunar á því að hafa dregið nafn hans í þann anga málsins á því stigi. Dómur í málinu á morgun Vísir hefur talað við fjölda manns vegna málsins. Einhverjir sem voru í átökunum töldu sig hafa heyrt kynþáttaníð en geta ekki bent á hvaðan það kom enda voru margir í hasarnum eins og áður segir. Sá angi málsins var heldur ekki til umfjöllunar hjá aganefnd í gær og verður ekki meira aðhafst vegna meints kynþáttaníðs af hálfu félaganna. Slagsmálin voru aftur á móti á borði aganefndar og hafa félögin verið beðin um skila greinargerð vegna þeirra. Úrskurður aganefndar út af hasarnum ætti að liggja fyrir á morgun.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55 Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51 Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Sjá meira
Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55
Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51
Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16