Hinn 26 ára gamli Kim varð Ítalíumeistari með Napolí á síðustu leiktíð og var í kjölfarið valinn besti leikmaður Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Kim var mjög eftirsóttur í sumar, til að mynda voru bæði Manchester og Newcastle United orðuð við þennan þrekvaxna leikmann frá Suður-Kóreu.
„Það dreymir öllum knattspyrnumönnum um að spila fyrir Bayern,“ sagði Kim eftir að vistaskiptin voru staðfest.
Made for made for ! #ServusMinjae #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/aJs1KrqZWT
— FC Bayern München (@FCBayern) July 18, 2023
Kim var falur fyrir 50 milljónir evra (7,3 milljarða íslenskra króna) þar sem hann var með riftunarákvæði í samningi sínum við Napolí. Bayern fær hann því á spottprís ef miða má við verðmiða leikmanna í sama gæðaflokki í dag.