Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 14:25 Mótmælandi veifar fána sem á stendur að Trump hafi sigrað, fyrir utan þinghúsið í Michigan. Trump sigraði ekki. AP/Jake May Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. Allt fólkið er ákært í átta liðum fyrir fals, svik og fyrir að hafa skrifað undir skjöl um að þau væru „réttkjörnir og hæfir“ kjörmenn í forsetakosningunum í Michigan árið 2020. AP fréttaveitan segir fólkið standa frammi fyrir allt að fjórtán ára fangelsisvist. Í hópnum eru leiðtogar Repúblikanaflokksins í Michigan. „Þeir voru ekki réttkjörnir né hæfir kjörmenn og hinir stefndu vissu það,“ sagði Dana Nessel, áðurnefndur ríkissaksóknari, í gær. Hún sagði þau hafa brotið af sér í þeirri von um að geta veitt þeim frambjóðanda sem þau styddu kjörmenn Michigan, í stað þess sem kjósendur ríkisins kusu. Nessel sagði fólkið hafa grafið undan trúnni á heilindi kosninga í Michigan. Þau hafi sömuleiðis brotið kosningalög í ríkinu. Trump og stuðningsmenn hans standa frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum vegna tilrauna þeirra til að snúa úrslitum kosninganna. Kjósa kjörmenn, ekki forseta Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Árið 2020 fékk Joe Biden, forseti, 50,6 prósent atkvæða í Michigan og þar með alla sextán kjörmenn ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, fékk 47,8 prósent atkvæða. Sjá einnig: Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Stuðningsmenn Trumps gripu til sambærilegra í sex öðrum ríkjum. Þar skrifuðu þeir undir vottorð þar sem því var haldið fram að Trump hefði sigrað í þessum ríkjum en ekki Biden. Vottorð þessi voru hunsuð en viðleitni þessara stuðningsmanna Trumps hefur verið til rannsóknar. Hin ríkin eru Arisóna, Georgía, Nýja Mexíkó, Nevada, Pennsylvanía og Wisconsin. Verið er að rannsaka hina fölsku kjörmenn í nokkrum þessara ríkja en ekki í þeim öllum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Allt fólkið er ákært í átta liðum fyrir fals, svik og fyrir að hafa skrifað undir skjöl um að þau væru „réttkjörnir og hæfir“ kjörmenn í forsetakosningunum í Michigan árið 2020. AP fréttaveitan segir fólkið standa frammi fyrir allt að fjórtán ára fangelsisvist. Í hópnum eru leiðtogar Repúblikanaflokksins í Michigan. „Þeir voru ekki réttkjörnir né hæfir kjörmenn og hinir stefndu vissu það,“ sagði Dana Nessel, áðurnefndur ríkissaksóknari, í gær. Hún sagði þau hafa brotið af sér í þeirri von um að geta veitt þeim frambjóðanda sem þau styddu kjörmenn Michigan, í stað þess sem kjósendur ríkisins kusu. Nessel sagði fólkið hafa grafið undan trúnni á heilindi kosninga í Michigan. Þau hafi sömuleiðis brotið kosningalög í ríkinu. Trump og stuðningsmenn hans standa frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum vegna tilrauna þeirra til að snúa úrslitum kosninganna. Kjósa kjörmenn, ekki forseta Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Árið 2020 fékk Joe Biden, forseti, 50,6 prósent atkvæða í Michigan og þar með alla sextán kjörmenn ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, fékk 47,8 prósent atkvæða. Sjá einnig: Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Stuðningsmenn Trumps gripu til sambærilegra í sex öðrum ríkjum. Þar skrifuðu þeir undir vottorð þar sem því var haldið fram að Trump hefði sigrað í þessum ríkjum en ekki Biden. Vottorð þessi voru hunsuð en viðleitni þessara stuðningsmanna Trumps hefur verið til rannsóknar. Hin ríkin eru Arisóna, Georgía, Nýja Mexíkó, Nevada, Pennsylvanía og Wisconsin. Verið er að rannsaka hina fölsku kjörmenn í nokkrum þessara ríkja en ekki í þeim öllum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47
Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57