Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum, þar sem segir einnig að áfram verði reynt að slökkva gróðurelda á svæðinu í dag. Slökkvistarfið hafi gengið vel.
Í gær var tilkynnt að einungis er opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi en ekki frá öðrum vegum eða vegaslóðum. Það sama er upp á teningnum í dag, þar til klukkan fimm, þegar lokað verður inn á svæðið.
Í tilkynningunni segir að ekki hafi alltaf gengið vel að biðja fólk um að fara ekki inn á hættusvæði en mikilvægt sé að hafa í huga að aðstæður geti breyst skyndilega.
