Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júlí 2023 09:46 Veggur gígsins hrundi með miklum tilþrifum og gusaðist glóandi hraunið út. Rúv Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða. Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs. Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt. Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða. Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs. Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt. Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“