Langir dagar hjá slökkviliðinu: Hraunið nái til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júlí 2023 19:31 Mikið hefur mætt á slökkviliðsfólki undanfarna daga enda um mesta mosabruna að ræða í manna minnum. Vísir/Vilhelm Niðurstöður HEC-RAS hermunar Verkís á rennsli hraunsins í gosinu við Litla-Hrút sýnir að hraunrennsli muni ná til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga beitt tveimur aðferðum við að slökkva í gróðureldum á svæðinu og mæðir mikið á slökkviliðsfólki. Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira