Er verið að svindla á starfsfólkinu sem afgreiðir þig í sumarfríinu? Saga Kjartansdóttir skrifar 19. júlí 2023 10:00 Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann. Þessi árstíðabundnu störf í ferðaþjónustu eru að talsverðu leyti mönnuð annars vegar ungu fólki og námsmönnum og hins vegar aðfluttu fólki sem hingað kemur ýmist til skemmri eða lengri tíma. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og stéttarfélaganna sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar, enda heldur aðflutt starfsfólk uppi mannaflafrekum greinum á borð við ferðaþjónustu. Svindlað á aðfluttum og ungu fólkiVinnustaðaeftirlitið hefur undanfarna mánuði birt færslur á Facebook-síðu ASÍ með dæmum um það sem eftirlitsfulltrúar sjá og bregðast við í heimsóknum sínum. Skortur á hvíldartíma, kaffihléum og afbökun á veikindarétti eru á meðal algengra brota gegn starfsfólki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þá er jafnaðarkaup, mikil notkun verktöku og notkun sjálfboðaliða algeng, en allt stríðir þetta gegn reglum og hefðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er líka sífellt algengara að starfsfólk búi í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Þetta hefur lengi tíðkast í ferðaþjónustu á landsbyggðinni en er nú orðið sífellt útbreiddara, einnig á höfuðborgarsvæðinu og er afleiðing alvarlegrar húsnæðiskreppu. Verkalýðshreyfingin hefur oft bent á hversu varasamt það getur verið að blanda saman húsnæði og atvinnu og fjölmörg dæmi eru um að fólk verði húsnæðis- og tekjulaust á augabragði ef það missir vinnuna. Aðflutt starfsfólk á ekki alltaf í önnur hús að venda og getur því lent í mjög alvarlegri stöðu ef það missir vinnu sína og húsnæði. Skýrslur ASÍ hafa sýnt að erlent og aðflutt starfsfólk, auk ungs fólks, er langlíklegast til að verða fyrir svindli á vinnumarkaði. Stór hluti launakrafna sem stéttarfélögin gera til að sækja ógreidd laun eru gerðar fyrir hönd starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum, þar sem hlutfall aðflutts og ungs starfsfólks er hátt. Í ársskýrslu VR kemur fram að 37% kjaramála á borði félagsins á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra ríkisborgara, en erlendir ríkisborgarar eru 14% af félaginu. Draumurinn um vinnu á Íslandi Ísland er draumaáfangastaður margra og íslenskir atvinnurekendur búa að því að fjöldi fólks er tilbúinn að koma hingað til lands til að vinna. Því miður er það þannig að of oft standast ekki loforðin um góða vinnu og mannsæmandi húsnæði. Of margt starfsfólk snýr aftur til heimalandsins peningalaust og með brostnar vonir. Gott samfélag leyfir ekki að svindlað sé á aðfluttu og ungu fólki til að aðrir geti hagnast meira. Verum á verðinum og höfnum lagskiptum vinnumarkaði þar sem svindl viðgengst gegn launafólki. Höfundur er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann. Þessi árstíðabundnu störf í ferðaþjónustu eru að talsverðu leyti mönnuð annars vegar ungu fólki og námsmönnum og hins vegar aðfluttu fólki sem hingað kemur ýmist til skemmri eða lengri tíma. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og stéttarfélaganna sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar, enda heldur aðflutt starfsfólk uppi mannaflafrekum greinum á borð við ferðaþjónustu. Svindlað á aðfluttum og ungu fólkiVinnustaðaeftirlitið hefur undanfarna mánuði birt færslur á Facebook-síðu ASÍ með dæmum um það sem eftirlitsfulltrúar sjá og bregðast við í heimsóknum sínum. Skortur á hvíldartíma, kaffihléum og afbökun á veikindarétti eru á meðal algengra brota gegn starfsfólki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þá er jafnaðarkaup, mikil notkun verktöku og notkun sjálfboðaliða algeng, en allt stríðir þetta gegn reglum og hefðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er líka sífellt algengara að starfsfólk búi í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Þetta hefur lengi tíðkast í ferðaþjónustu á landsbyggðinni en er nú orðið sífellt útbreiddara, einnig á höfuðborgarsvæðinu og er afleiðing alvarlegrar húsnæðiskreppu. Verkalýðshreyfingin hefur oft bent á hversu varasamt það getur verið að blanda saman húsnæði og atvinnu og fjölmörg dæmi eru um að fólk verði húsnæðis- og tekjulaust á augabragði ef það missir vinnuna. Aðflutt starfsfólk á ekki alltaf í önnur hús að venda og getur því lent í mjög alvarlegri stöðu ef það missir vinnu sína og húsnæði. Skýrslur ASÍ hafa sýnt að erlent og aðflutt starfsfólk, auk ungs fólks, er langlíklegast til að verða fyrir svindli á vinnumarkaði. Stór hluti launakrafna sem stéttarfélögin gera til að sækja ógreidd laun eru gerðar fyrir hönd starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum, þar sem hlutfall aðflutts og ungs starfsfólks er hátt. Í ársskýrslu VR kemur fram að 37% kjaramála á borði félagsins á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra ríkisborgara, en erlendir ríkisborgarar eru 14% af félaginu. Draumurinn um vinnu á Íslandi Ísland er draumaáfangastaður margra og íslenskir atvinnurekendur búa að því að fjöldi fólks er tilbúinn að koma hingað til lands til að vinna. Því miður er það þannig að of oft standast ekki loforðin um góða vinnu og mannsæmandi húsnæði. Of margt starfsfólk snýr aftur til heimalandsins peningalaust og með brostnar vonir. Gott samfélag leyfir ekki að svindlað sé á aðfluttu og ungu fólki til að aðrir geti hagnast meira. Verum á verðinum og höfnum lagskiptum vinnumarkaði þar sem svindl viðgengst gegn launafólki. Höfundur er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun