Mikil aukning í sölu 98 oktan bensíns og flókið að tryggja framboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 07:45 Eigendur gamalla bíla hafa stundum gripið í tómt í sumar. Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið í eftirspurn á 98 oktan bensíni í sumar og sums staðar hefur það klárast á bensínstöðvunum. Eldri bílar þola ekki hið nýja umhverfisvæna 95 oktan bensín. Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“ Bensín og olía Neytendur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira